Naktir eru vopnlausir Kanar.

Í frétt á DV.is segir frá því að Chicago borg hafi samþykkt í dag nýja reglugerð um byssueign. Reglugerðin er víst sú strangasta, þeirrar tegundar, í Bandríkjunum.

 

„Reglugerðin er sú strangasta sem þekkist í Bandaríkjunum, og kveður á um að einungis megi kaupa eina byssu í mánuði, eða samtals tólf á ári“.

 

Vá, aðeins 12 byssur á ári, þetta hlýtur að gera heimilin gersamlega varnarlaus fyrir ribböldum og gangsterum.

 

Ég get ímyndað mér hrollinn sem læðist niður varnalausa hryggina á Könunum við tilhugsunina um nýju reglugerðina, þeim líður örugglega líkt og nöktum jólasveinum á jólaballi.

Allar skorður við byssueign geta gersamlega drepið niður góða, uppbyggilegra og kraftmikla byssubardaga í hetjuanda villta vestursins.

Það væir synd.

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég get keypt eins margar byssur og ég vil. Á því eru engar hömlur hér á hinu heilaga Íslandi aðrar en þær að hafa byssuleyfi og kaupheimild.  Það fer svo bara eftir því hver þú ert og hver sýslumaðurinn er hvort þú færð kaupleyfi. 

En vegna þess að það er ekkert stress í kringum þetta hér þá er ásóknin ekki yfirþyrmandi.  Mál þitt útaf þessari niðurstöðu er því bull og reyndu að átta þig á staðreyndum. 

Þær eru meðal annars að með aðild að ESB þá eygst þörf fyrir vopna eign verulega .  Hún hefur reyndar þegar aukist vegna sengen.  Svo þú mátt ábyggilega vera jólasveinninn.

Hrólfur Þ Hraundal, 3.7.2010 kl. 00:38

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Handbyssur eru ekki lyfðar hér Hrólfur. Ég á sjálfur spænska haglabyssu, notaði hana til veiða áður fyrr. Af henni hefur ekki verið skotið í 18 ár.

Það er þitt vandamál, og áhyggjuefni, ef þú telur að byssur hafi ekkert með glæpi í Bandaríkjunum að gera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.7.2010 kl. 01:08

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrirgefðu Hallgrímur, vænti þess að þú leifir mér að taka orðið bull til baka, því að reifa málið er að sjálfsögðu öllum frjálst án niðurlægingar.  Handbyssur (skambyssur ) eru bannaðar og er það kjánalegt að mínu viti þar sem það er  til fullt af slíkum verkfærum óskráðum hér í landinu og hef ég meðal annars átt nokkrar.

 Á reyndar eina enn og er hún spænskur framhlaðningur 41Cal. En ég tók úr henni hvellhettu standinn fyrir mörgum árum til öryggis og nú er hann tíndur þannig að hún er ekki hættulegri en hamar.  Enda eru svona gripir sein hlaðnir þó góðir hafi þótt á öldum áður. 

Spænsk haglabyssa sagðir þú, einhleypa eða tvíhleypa? Nr. 12 væntanlega og trúlega Eibar.  18 ár sagðir þú og legg ég þess vegna til að þú skoðir hanna opnir og hreinsir,smyrjir og úðir síðan með VP40 eð a líku til næsta árs.  Byssur eru verkfæri eins og haki og  skófla en helsti munurinn er að það er líka hægt að drepa með haka og skóflu en erfitt að moka og pæla með byssu.

Byssur eru því nokkuð sérhæfð verkfæri og nákvæmari smíð en skóflur og hakar og þess vegna þarf að vanda til um geymslu.  Biðst svo en  velvirðinga á hranalegu m orðum og vænti upplýsinga um byssuna þína, því sumar byssur eiga sér merkilega sögu.           

Hrólfur Þ Hraundal, 4.7.2010 kl. 13:08

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er alveg víst að gæpi í USA má rekja til almennrar byssueignar. Og eftirlit þarf að vera á byssueign. Á Íslandi var einhverntíma gerð einhver könnun á því hvað það tæki langan tíma að kaupa sér skammbyssu. Tók það sjónvarpsfréttamann rúmlega sólarhring að kaupa venjulega S&W .38 með skotfærum.

Ég veit að það eru til allskonar vopn sem ganga kaupum of sölum á Íslandi. Hríðskotarifflar og stórar þungar vélbyssur.  Oftast eru þessi vopn án skotfæra og engin áhugi að nota þetta í annað enn sem skraut upp á vegg.

Það er engin hörgull á skammbyssum á Íslandi. Þetta bann á skammbyssu eign virka að sjálfsögðu eins og öll bönn. það myndast svartur markaður og ómögulegt að hafa neitt eftirlit að viti. Þess vegna á að leyfa sölu á skammbyssum til þeirra sem hafa á því áhuga til að "afvopna" svarta markaðin.

Óskar Arnórsson, 4.7.2010 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband