Umsækjandi Íslands

Þegar fréttir berast af umsóknum um bæjarstjórastöður vítt og breitt um landið, telst það helst til tíðinda ef nafn Gunnars I. Birgissonar f.v. bæjarstjóra Kópavogs er ekki í hrúgunni.

Auk Ölfuss er staðfest að hann sótti a.m.k. um Árborg og Grindavík. Það er ljóst að hér er ekki um neinar „þreifingar“ eða „kannanir“ að ræða, heldur virðist Gunnari vera fúlasta alvara að yfirgefa Kópavog. Hvort rauða spjaldið sem hann fékk í prófkjöri flokksins fyrir síðustu kosningarnar hafi eitthvað með þetta að gera, skal ósagt látið.

En vonandi fær Gunnar eitthvað að gera þótt vandséð sé af hverju íbúar annarra sveitarfélaga ættu að vilja hann til trúnaðarstarfa fyrir sig þegar Kópavogsbúar, sem best þekkja hann, gera það ekki.

Ég heyrði á skotspónum um daginn að kaupfélagsstjórastaðan í Kolbeinsey væri að losna, það fylgdi ekki sögunni hvort Gunnar hefði sótt um. Það starf myndi eflaust henta honum vel.

 
mbl.is 26 vilja verða bæjarstjórar í Ölfusi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hehehe...beittur..

hilmar jónsson, 14.7.2010 kl. 14:55

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það er gott að búa í....

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 14.7.2010 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband