Er ég heilalaus hálfviti? - Mulningur #39

Ég hef verið sakaður um það hér á blogginu að vera ekki með öllum mjalla, eiga við vanda að stríða, þurfa hjálp  o.s.f.v. En langverst þótti mér þegar fullyrt var fyrir nokkru síðan að ég væri heilalaus hálfviti.

 

homer-simpson-wallpaper-brain-1024Það er hart við slíkt að búa og því var ekki um neitt annað að velja en fara í segulómskoðun og kanna höfuðinnréttinguna og það gerði ég í dag.

 

Mér létti stórum þegar ég sá myndina, ég er hreint ekki heilalaus eins og sjá má. Doktorinn sagði að þetta liti alls ekki illa út, stærðin skipti ekki öllu heldur getan til að nota hann.

Ég heilalaus hálfviti? Nei ekki aldeilis!

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

He, he þú ert sko ekkert galinn kallinn minn ekki trúa öllu sem þú lest

Ásdís Sigurðardóttir, 15.7.2010 kl. 19:55

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það Ásdís  Það þýddi lítið að vera að blogga ef maður tæki allt inná sig.

Hvar fékkstu þessar bráðskemmtilegu myndir sem þú hefur verið að deila með okkur á blogginu?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.7.2010 kl. 20:17

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Þú mátt vera stoltur að þessum heila og þessu ...Aríska höfuðlagi Axel..

hilmar jónsson, 15.7.2010 kl. 20:36

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er nýr og betri maður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.7.2010 kl. 20:37

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Axel ég finn þær á gúgglinu t.d. set í texta "smile animated" og ýti á myndir þá poppar þetta upp og svo opna ég þær og copy/paste inn í færslurnar.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.7.2010 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.