Hver er ásættanleg áhætta þegar HIV er annarsvegar?

Ég næ þessu ekki alveg. Hér er fjallað um krem sem ætlað er konum og á að draga úr líkum á HIV smiti! Tilraunir þykja gefa jákvæða niðurstöðu, líkur á smiti hafa minkað um 39% í heildina, hvað sem það merkir.

 

Meðal þeirra kvenna sem notuðu kremið oftast minnkuðu líkurnar um 54%. Hvernig finna menn út svona tölur?

 

Það er auðvitað jákvætt ef framfarir verða í baráttunni við þennan vágest. En er einhver vörn sem ekki minkar líkur á smiti um 100% ásættanleg í tilfelli HIV?

 

Eru einhverjir tilbúnir að hafa samfarir við HIV smitaða manneskju og nota vörn sem í besta falli minkar  líkur á  smiti um 54%. Hvað ætli þurfi að hafa oft samfarir við þannig aðstæður til að smit sé tryggt?

 
mbl.is Ný vörn gegn HIV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég var akkúrat að velta þessu fyrir mér í gær.

Ég hélt hreinlega að smokkurinn væri besta vörnin. Tja, eða skírlífi.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 20.7.2010 kl. 13:28

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hélt fyrst Inga, að kremið væri hugsað með smokknum til að auka öryggið. En það virðist ekki vera ef marka má þetta:

Baráttufólk gegn alnæmi í heiminum hefur tekið kreminu fagnandi. Sérstaklega er það talið hafa jákvæð áhrif í Afríku þar sem smokkar eru þar víða litnir hornauga. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.7.2010 kl. 13:51

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Oohh.. Ætli Blablatikanið finni ekki einhverja ástæðu til þess að banna þetta líka. Svona bara af því þetta er borið á kynfæri.

Og ég vænti þess líka að enginn fáist til þess að dreifa þessu, endurgjaldslaust.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 20.7.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.