Ráðherrann sem fer sínar eigin leiðir.

Hún er um margt merkilegur ráðherra hún Álfheiður Ingadóttir og fer sínar eigin leiðir eins og kettirnir.

Núna sér hún fram á að geta sett lok á fækkun lækna, en setur lokið, öllum á óvart á botninn. Þetta er mjög í starfsanda Álfheiðar, sem hefur aðallega einkennist af því að láta vandamálin ekki komast að því að hún viti af þeim.

 

Blessunarlega eru svona ráðherrar afskaplega fáséðir.


mbl.is Kreppulok eiga að hamla fækkun lækna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Gott hjá þér !

Ég botna ekkert í þessarri konu, allt sem hún gerir (lítið) og segir er e-n vegin út í hött.

Árni Þór Björnsson, 22.7.2010 kl. 07:43

2 identicon

Var einmitt að velta því fyrir mér hvernig setja ætti lok á kreppuna. Sé það núna - þegar öllu er á botninn hvolft!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 07:55

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þó maður reikni með nánast hverju sem er þegar hún er annarsvegar þá tekst henni alltaf að koma manni á óvart.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.7.2010 kl. 08:01

4 identicon

Ráðaherrann er aðeins að undirstrika hvað hún og ríkisstjórnin öll er veruleikafirrt, eru í engu sambandi við raunveruleikann

Biggi (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 08:02

5 identicon

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er að tala hennar mál þeir eiga peningana, Og það eru þeir sem lána peninga kreppan er lokið í höndum lanveitenda sem eru AGS, Nú líður á að ísland verði í kreppu næstu árinn með AGS yfir höfðinu.  og blessaður heilbirgðisráðherra er í annari vídd  og gleymir því að stjórnarkreppan er Rétt að byrja.

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 08:37

6 identicon

Eina ástæðan fyrir því að þetta vanæfa fyrirbæri varð ráðherra var sú að hún sagði já og amen við öllu sem ríkistjórnin sagði.

Sigurbjörn (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 08:48

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er hætt við því að sama væri hvaða ríkisstjórn sæti núna, hún þyrfti að búa við slíka ósanngirnisdóma. Engin ríkisstjórn Íslensk hefur fengið í fangið önnur eins verkefni. Það eru því miður engin kraftaverka meðul til og það var vitað að viðreisnin yrði ekki sársaukalaus og þá emja ístöðulausir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.7.2010 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband