Orðbragð er mælikvarði á málefnastöðuna.

Ég rakst áðan á eftirfarandi pistil Evrópusambandsandstæðings og þar sem hann leyfir ekki athugasemdir á sínu bloggi má ég til með að birta pistilinn hér. Vonandi fyrirgefur höfundurinn mér það, þó það sé gert að honum forspurðum.

Uppnefni Evrópusambandssinna

Það er iðulega talið til marks um slæma málefnastöðu þegar gripið er til þess ráðs að uppnefna þá sem eru andstæðrar skoðunar. Formaður Evrópusamtakanna undirstrikaði málefnafátækt sína á dögunum í aðsendri grein í Fréttablaðinu með því að uppnefna brezka þingmanninn Daniel Hannan "agúrkumanninn" vegna þess að hann gat ekki svarað honum málefnalega og síðan hafa fáeinir Evrópusambandssinnar fylgt í kjölfarið.

Látið hefur verið skína í það að um uppnefni sé að ræða sem hafi lengi loðað við Hannan og hann sé þekktur undir. Staðreyndin er þó sú að aðeins er um að ræða nokkurra daga gamalt örþrifaráð fáeinna íslenzkra Evrópusambandssinna vegna þess að þeir eru að tapa umræðunni um Evrópumálin enn eina ferðina þar sem málefnastaða þeirra er eins og áður engin.

Höfundi pistilsins er mjög misboðið yfir orðbragðinu, eðlilega. Ef eitt uppnefni er til marks um algera málefna fátækt Evrópusinna þá óar manni við þeirri málefnaörbyrgð sem hlýtur að ríkja hjá Evrópusambandsandstæðingum í ljósi uppnefna, fúkyrðaflaums og jafnvel morðhótana sem, streymir frá þeim í síbylju, sumum hverjum.

Sem betur fer, verð ég að segja, hefur pistilshöfundur greinilega ekki séð þann fúkyrðaflaum, því þá yrði honum fyrst illa brugðið ef eitt uppnefni setur hann á hliðina.

„Landráðamenn, Sossaskítur, þjóðnýðingar, skítseiði, glæpamenn, gungur og druslur, meindýr,  Tungan þagni og höndin visni á þeim“,  rasistar íslenskra hagsmuna“.

Þetta eru aðeins fátt eitt og það nýjasta, sumt er ekki prenthæft og svo gróft að jafnvel ritstjórn mbl.is hefur séð sig knúna til aðgerða, þó hún kalli ekki allt ömmu sína þegar andstæðingar ríkisstjórnarinnar tjá sig.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband