Hreint vatn, hvers virði er það okkur?

Hér á Íslandi, hvar hefur alltaf verið ofgnótt  vatns, er skilningur á raunverulegu virði vatnsins harla takmarkaður enn sem komið er. Vatnið er okkur sem sjálfsagður hlutur, við höfum ekki átt öðru að venjast. Það er okkur óskiljanlegt að sumstaðar er vatnið þyngdar sinnar virði í gulli. 

 Vatnið verður okkar „olíuauður“ í nánustu framtíð. Héðan kunna að sigla risaskip hlaðin vatni, þurfandi vatnskaupendum til handa ef rétt verður á spilunum haldið.

En ekki kæmi mér á óvart, sé mið tekið af öllu „verndum þetta og verndum hitt“  bullinu sem á undan er gengið, að upp spretti haugar af  Svandísum, Kolbrúnum og Þórunnum sem leggist af alefli gegn því að vatnið verði frá náttúrunni tekið og vilji frekar láta það renna til sjávar, engum til gagns.

Það yrði skaði eins og öll önnur þröngsýni sem miðar að því að takmarka nýtingu auðlinda okkar sem mest.

Ég ætlaði að enda þetta með því að hvetja til þess að umræddar Svandísir, Kolbrúnir og Þórunnir, úr hvaða flokki sem þær kæmu, yrðu á safn settar,  en ég læt það ógert. 


mbl.is Hreint vatn er mannréttindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Eins og haldið hefur verið á auðlidamálum, kannski nokkurra aflandskróna..

hilmar jónsson, 28.7.2010 kl. 20:17

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Til þess ættu mistökin að vera, að af þeim að læra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2010 kl. 20:19

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Axel Jóhann, yfirsést þér ekki kjarninn í þessu mikla mannréttindamáli? Blasir það ekki við að nú verður vatnið sótt til þeirra sem eiga og flutt til þeirra sem ekki eiga, án endurgjalds. Varla er sanngjarnt að fólk sé að greiða mannréttindin ofurverði, eða hvað? Kannski verður næsta mannréttindakrafan sú að allir hafi milljón á mánuði? Er það nokkuð vitlaust? Margir stjórnmálamenn myndu vilja taka það verk að sér.

Gústaf Níelsson, 28.7.2010 kl. 20:58

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er olían flutt frá þeim sem eiga til þeirra sem þurfa á endurgjalds Níels? Allir þurfa mat og vatn rétt eins og olíu, telur þú að þessi samþykkt verði til þess að hluti Jarðarbúa verði skikkaður til þess að framleiða mat og skaffa vatn ofan í aðra án endurgjalds? Verður þú tilbúinn til þess?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2010 kl. 21:15

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hefur einhver sagt að aðgangur að olíu séu mannréttindi? Ályktun af þessu tagi, að aðgangur að hreinu vatni séu mannréttindi er ávísun á úlfúð, togstreitu og átök á milli ríkja til lengri tíma litið. Fyrir utan þá staðreynd að ályktunin er í hæsta máta draumórakennd og án alls raunsæis.

Gústaf Níelsson, 28.7.2010 kl. 21:23

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú lítur auðvitað ekki á það sem þín mannréttindi Gústaf, að geta ekið í vinnuna og vera ekki upp á aðra komna?

Er ekki úlfúð , togstreita og átök á milli ríkja út af olíu? Um hvað snérist "frelsun" Kuweit? Frelsisást kannski, sleikibrjóstsykur eða pappír? Nei döðlur ábyggilega.

Heldur þú að ástandið, umhverfið og aðferðirnar verði aðrar þegar skortur verður á vatni? Þú getur verið þess fullviss að þeir sem gefa sig út fyrir að vera vinir okkar núna, verða fyrstir til að snúast gegn okkur, vanti þeim vatnið okkar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2010 kl. 21:36

7 Smámynd: Gústaf Níelsson

Axel Jóhann, ég þekki muninn á mannréttindum og almennri kröfugerð og óskum. Þess vegna hef ég aldrei litið á það sem mannrétttindi að fara akandi í vinnuna. Ég á marga aðra kosti í því efni, eins og margt annað fólk. Sagt er líka að þjóðir eigi ekki vini, heldur aðeins hagsmuni og vel kann það að vera rétt og löngum hefur okkur verið kennt að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Íslendingar hafa fundið smjörþefinn af vinskap Norðurlandaþjóðanna í Icesave-deilunni svokölluðu. "Frelsun" Kuweit, eins og þú kallar það var eðlilegt í því skyni að skapa ekki vont fordæmi. Þú hlýtur að skilja það?

Gústaf Níelsson, 28.7.2010 kl. 22:02

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já, já, vont fordæmi, einmitt!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2010 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband