Aldrei aftur Hiroshima!

nuclear_blastKjarnorku árásirnar á Hiroshima og Nagasaki og langtíma afleiðingar þeirra eru og eiga að vera mannkyninu víti til varnaðar. Allt mannkyn hefur frá þeirri stundu horft með hryllingi á þessa atburði og ég er sannfærður um að viðbjóðsleg reynslan af þeim hafi komið í veg fyrir notkun kjarnorkuvopna síðar á ögurstundum.

Ég verð að láta í ljós undrun mína á því að Bandaríkin hafi ekki fyrr en núna átt opinberan fulltrúa á  árlegum minningarathöfnum um þessa voða atburði. Mér er fyrirmunað að skilja hvaða ástæður gætu réttlætt slíkt virðingar- og skeytingarleysi.

Ég er þeirrar skoðunar, í ljósi allra aðstæðna, að ekki sé hægt að flokka þessar árásir sem stríðsglæpi, þótt hræðilegir séu, því þær bundu sannarlega enda á viðbjóðslegt Kyrrahafsstríðið. Það er deginum ljósara að hefði stríðið verið til lykta leitt með hefðbundnum vopnum þá hefði mannfall beggja aðila verið margfalt það sem varð í sprengingunum tveimur.

Ef mannkynið hefur ekki þroska til að draga eina mögulega lærdóminn af þessum voðaatburðum, að þeir megi aldrei gerast aftur, er mannkyninu ekki viðbjargandi  og draga ber tilverurétt þess í efa.


mbl.is Fórnarlömb minnast Hiroshima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langar að benda á þá leiðinlegu staðreynd að kjarnorkuvopn eru alls ekki eina leiðin til þess að fremja fjöldamorð. Mér finnst margir gleyma fjöldamorðum Japana á Kínverjum þá sérstaklega í Nanjjing þar sem Japanir drápu tugþúsundum fleiri en misstu lífið í báðum kjarnorkuárásunum samanlagt.

Það sem þarf að breytast er ekki fjöldin á kjarnorkuvopnum heldur hugsunarháttur manna.

Magnús Eggertsson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 17:20

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er hverju orði sannara Magnús

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.8.2010 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.