Sleppum bara menningarnóttinni.

Ekki verður séð að flugeldasýningin sé meira bruðl en menningarnóttin sem slík í heild sinni, nema síður sé. Sýningin nýtur  mikilla vinsælda og sá atburður menningarnætur sem flestir sækja og fylgjast með.

Það virðist alltaf vera tilhneiging  hjá menningarelítunni og þeim sem að menningu vinna að ýta út því sem almennur áhugi er á og troða inn einhverri  ímyndaðri  „hámenningu“ sem engin hefur á minnsta skilning eða áhuga.

Menningarnóttin hefur af einhverri undarlegri ástæðu ekki þurft að greiða fyrir löggæslu, ein útihátíða. Það hlýtur að vera almenn krafa að jafnt verði látið yfir alla ganga og Reykjavíkurborg verði gert að greiða fyrir löggæslu eins og öðrum útihátíðum.

En sjálfsagt er þetta skoðanakönnun hjá borgarstjóranum, sem vill ekki gera neitt sem ekki til vinsælda horfir.

  


mbl.is Flugeldasýningin bruðl?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er það nú ekki full róttækt, annars er mér sama, finnst þetta óspennandi.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.8.2010 kl. 20:21

2 Smámynd: Björn Birgisson

Í mörg ár höfum við hjónin haldið til Reykjavíkur með tjaldvagninn og sett vagninn upp í Laugardalnum á Menningarnótt. Gjarnan tekið barnabörn og vini þeirra með. Reykjavík iðar af lífi sem aldrei fyrr og gaman að vera þar þessa helgi. Flugeldasýningin er ákveðinn punktur yfir i-ið og hún er ekki að drepa fjárhag borgarinnar. Sé svo, er hann hvort eð er steindauður fyrir.

Dauður, dauðari, dauðastur?

Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 20:30

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég viðurkenni að það fylgdi fyrirsögninni ekki afgerandi sannfæring.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.8.2010 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.