Mulningur #51

himnasitginnMig dreymdi að ég væri dauður og væri á leiðinni til himna. Þangað lá gríðarlangur og að samaskapi mjór stigi.  

Við stigann var stór stampur fullur af töflukrít.  Á skilti við stampinn var skrifað að allir himnafarar ættu að taka með sér eina krít. Þegar upp væri komið áttu menn svo að nota krítina til að skrifa allar syndir sínar á stóra töflu við Gullna hliðið.

Ég tók mína krít og hóf gönguna löngu upp stigann. Þegar ég var kominn nokkuð áleiðis sé ég hvar á móti mér kemur maður á niðurleið og fer mikinn. Ég þekki fljótlega að þar er Jón Valur Jensson á ferð.

„Farðu frá, farðu frá mér liggur á, þetta er fimmta ferðin mín,“ kallar hann móður og másandi.

„Hvað gengur eiginlega á, af hverju ertu á niðurleið elsku vinur“?  Segi ég.

„Ég er að sækja meiri krít,“ svarar Jón „sækja meiri krít“!

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þennan hef ég heyrt..en góður!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.8.2010 kl. 08:44

2 Smámynd: Björn Birgisson

JVJ er syndlaus maður, það vita allir!

Björn Birgisson, 17.8.2010 kl. 10:23

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Enda er þetta "bara draumur", Björn

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.8.2010 kl. 11:55

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 17.8.2010 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.