Neyðin flutt inn.

Ekki ætla ég að gera lítið úr neyð og vandamálum fólks á flóasvæðunum í Pakistan. Ríkisstjórn Íslands  ætlar að veita 23 milljónum til aðstoðar á flóðasvæðunum. Það væri ekki nema gott eitt um það að segja ef þessir peningar væru ekki teknir frá öðru bágstöddu og þurfandi fólki.

Þegar skortur er á fjármunum til allra hluta þarf að forgangsraða  í mannúðarmálum eins og öðrum málaflokkum.

Það var í fréttum nýverið að sumarbúðunum fyrir fatlaða unglinga í Reykjadal yrði lokað í vetur vegna fjárskorts því  16 milljónir vantaði til að ná endum saman, svo eitt dæmi sé tekið. 

Við vitum þá núna hvaðan lungað úr þessum 23  milljónum kemur. Restin hefur þá að líkindum verið sótt í gegnum endurgreiðslukröfur Tryggingarstofnunar eða aðrar skerðingar á „aumingjabótum“.

  


mbl.is Ísland veitir aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf neyð einhverstaðar. Ef það er ekki í Asíu þá er það í Afríku osfrv. osfrv.

Á meðan Ísland er á hausnum og þegnar Íslands hafa ekki efni á mat og biðraðir eru eftir nauðsynjum hjá hjálparstofnunum.

Að þá er ríkisstjórnin að gefa milljónir úr landi.

Er ekki rétt að forgangsraða eitthvað. Beina aðstoðinni til þeirra sem á henni þurfa heimavið og síðan þegar staðan er orðin betri getum við reynt að hjálpa öðrum.

Við erum í krumlum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem heimtar skattahækkanir og niðurskurð og annað... og við gefum milljónir úr landi í hjálparaðstoð... hvaða rugl er þetta bara?

sigmar g (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 17:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hefði ég haldið, Sigmar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.8.2010 kl. 17:38

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er sammála ykkur piltar

Ásdís Sigurðardóttir, 17.8.2010 kl. 18:10

4 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það er alveg fráleitt að ætla að bera saman aðstæður fólks á þessum svæðum, þar sem 1300 manns hefur látist á nokkrum dögum og milljónir eru í heimilislausar og í hættu á að fá sjúkdóma, þ.m.t. malaríu, við aðstæður fólks á Íslandi, jafnvel þeirra sem hafa það verst.

Það er fólk í öllum löndum sem hefur það ekki gott.  Ef allir hefðu þá skoðun sem þið boðið hér að ofan myndi enginn rétta Pakistönum hjálparhönd með þeim rökum að ótal fjölskyldur í þeirra löndum ættu í vandræðum.

Ég held að flestir séu sammála um að það sé ekki sá heimur sem við viljum búa í.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 17.8.2010 kl. 19:09

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er ekki að gera lítið úr ástandinu þarna eða vanmeta það Sigurður. Það sem mér líkar ekki, er að á sama tíma er jafnvel verið að fara ofan í vasana hjá þeim sem standa í biðröðum eftir mat  Á ÍSLANDI. Til að hvað, senda öðrum þurfalingum? Ef við höfum ekki efni á að hjálp okkur sjálfum þá höfum við ekki efni á að hjálpa öðrum.

Það er nú þannig Sigurður að allir virðast til í að stilla sér upp fyrir framan myndavélarnar þegar hörmungar ríða yfir og lofa fjárframlögum og aðstoð. En þau loforð virðast skila sér seint og illa eða alls ekki ekki eins og nöturlegar staðreyndir eftir jarðskjálftann á Hahíti og flóðbylgjuna í Asíu á jóladag 2004 sanna.

Er þá ekki betra að halda kjafti en belgja sig út af manngæsku sem engin innistæða er fyrir?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.8.2010 kl. 20:05

6 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Þar sem við erum sannarlega að senda þessa fjármuni út þá er innistæða fyrir loforðum okkar.

Vissulega getum við forgangsraðað okkar fjármunum þannig að meira lendi hjá þeim sem minna mega sín í samfélaginu.  Það er alltaf verkefni samfélagsins hverju sinni að dreifa þeim fjármunum sem til eru.  23 milljónir eru hins vegar svo lítið hlutfall þeirra fjármuna sem til staðar eru í okkar samfélagi að þeir stjórna því ekki hvernig við rekum tiltekna málaflokka.  Þá koma þeir af fjármunum utanríkisráðuneytisins en hvorki félagsmála- né heilbrigðisráðuneytis.

Sé vilji fyrir því í kerfinu að sækja 23 milljónir og setja í eitthvað mál tengt fátækum hérna innanlands eða öðru þá eru þeir fjármunir til.  Spurningin er bara hverju öðru eigi að sleppa til þess.  Þar eru margir vegir færir með ekki hærri upphæð.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 17.8.2010 kl. 21:34

7 identicon

Er íslenska þjóðinn svo fátæk að hún hafi ekki efni á 150.000EUR í neyðarhjálp? Þá er ansi illa komið í málunum á Íslandi.

gunnar (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 21:59

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það stendur yfir blóðugur niðurskurður og skattahækkanir og sér ekki fyrir endann á því ennþá gunnar, ef það hefur farið framhjá þér. Þessar 23 millur verða hvergi teknar nema úr veskinu þínu og mínu, á einn eða annan hátt. Ég hefði frekar viljað sjá aurana fara í hjálp til þurfandi hér heima. Það hefði þá kannski ekki þurft að loka á aðstoðina í sumar eins og var gert, þegar hungrið var sent í sumarfrí.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.8.2010 kl. 22:22

9 identicon

Það er skrítið að sjá hversu algjörlega stjórnmálaelítan(og ýmsir aðrir) er viðskila við raunveruleikann.  Ríkissjóður er rekinn með botnlausu tapi og á sama tíma er verið að senda miljónatugi(milljarða þegar allt er talið) út úr landinu í hjálparstarf og þróunaraðstoð af einhverjun einhverju tagi, peningar sem ekki eru til og eru í raun teknir að láni.  Legg til að þeir sem eru áhugasamir um slíka peningaflutninga sjá sjálfir um að fjármagna þá en láti ofurskuldsettan ríkissjóð okkar í friði.   

Kalli (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 23:55

10 identicon

Ég er með alveg brilliant lausn á þessu öllu... við tökum ríkiskirkju af spenanum... Í dag fær kirkjan ~5000 milljónir árlega.. HALLó
Við eyrnamerkjum þennan skatt í félagslega kerfið.. til aldraðara og sjúkra... að auki setjum við % í aðstoð erlendis.

Þið vitið að ég er að segja rétt... gerið eitthvað í því, krefjist breytinga...

doctore (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 09:02

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ágæt hugmynd doctore og í frelsarans anda að hjálpa sjúkum og hrjáðum, myndi ég ætla.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.8.2010 kl. 10:58

12 identicon

Ekki alveg í anda hans Sússa.. helstu skilaboð hans(Kaþólksu kirkjunnar) var: Leggist undir kirkjuna eða þið verðið pyntuð að eilífu.

Endilega að fletta þessu upp sjálf.. aldrei trúa mér án þess að athuga málin sjálf.. aldrei trúa neinum án þess að tjekka sjálf

doctore (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.