Mulningur #52

Eins og glögglega hefur mátt sjá og heyra í fréttum síðustu daga hefur séra Geir Waage ekki ósvipaða sýn á skriftir og kaþólska kirkjan og sagan segir að hann hafi  tekið menn til skrifta hafi eftir því verið leitað.

Kvæntur maður kom að máli við séra Geir og vildi skrifta. Geir varð við því.

„Ég lenti næstum því í ástarsambandi við konu“! Viðurkenndi maðurinn.

„Hvað meinar þú með næstum því?“ Spurði Geir.

„Sko við fórum úr öllum fötunum og nérum okkur upp við hvort annað en þá stoppaði ég, klæddi mig og fór heim til konunnar.“

„Að nudda sér nakinn upp við nakta konu jafngildir því að ganga alla leið“, sagði sérann. „Þú mátt ekki koma nálægt þessari konu aftur. Núna ferð þú með faðirvorið fimm sinnum og setur fimm þúsund kall í söfnunarbaukinn“.

Maðurinn þakkaði Geir, fór með faðirvorið og gekk svo að söfnunarbauknum. Hann staldraði þar við smá stund og gekk síðan burt.

Séra Geir hljóp á eftir honum og hrópaði „Ég sá þetta, þú settir engan pening í baukinn“.

„Nú“, sagði maðurinn. „Ég néri mér upp við söfnunarbaukinn, þú sagðir að það jafngilti því að ganga alla leið“.

 
mbl.is „Nú þarf Geir Waage að hætta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 22.8.2010 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband