Gölluð vara

Hvað gera menn þegar fyrirtæki sem þeir hafa skipt við, bregst vonum þeirra og væntingum og stjórnendur þess vinna jafnvel ljóst og leynt gegn þeirra hagsmunum. Menn hljóta að láta af viðskiptum við þannig fyrirtæki og snúa sér annað.

 

Hvað er kirkjan annað en fyrirtæki sem falbýður ákveðna vöru og þjónustu. Rekstrarformið er það sama og í hefðbundnum fyrirtækjum, allt snýst um krónur og aura, hagnað og góða afkomu. Kirkjan getur ekki frekar en önnur fyrirtæki vænst þess að halda sínum viðskiptavinum út á gallaða vöru.

Kirkjan getur ekki dregið það lengur að taka sjálfa sig í ítarlega naflaskoðun og fylgja henni eftir með algerri uppstokkun og endurskipulagningu, vilji hún lifa.


mbl.is Leiðrétting frá biskup Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2010 kl. 14:13

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Hræddur um að ríkið þurfi að endurskoða tenginguna við þessa stofnun.

hilmar jónsson, 23.8.2010 kl. 14:19

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hver væri að fjalla um þessi mál í dag hefði kirkjan af einurð og röggsemi gengið til verka og leyst málið strax í stað þess að fara undan í flæmingi og draga óhjákvæmilegar ákvarðanir í það óendanlega.

Svo kemur fram eitt og eitt afturhald eins og sérann í Reykholti og þá belgist JVJpúkinn á fjósbitanum út og vill að Reykholts presturinn verði tekinn í dýrlingatölu.

Róttæk og alger uppstokkun í þessum málum má ekki dragast mikið lengur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.8.2010 kl. 14:32

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þá þykir mér einnig, að sem fyrirtæki, ætti ríkið að endurskoða tengingar sínar við þetta halelúja batterý.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 23.8.2010 kl. 16:22

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ansi vafasamt að ríkið kaupi þjónustu af kirkjunni fyrir alla þjóðina þegar aðeins lítið brot þjóðarinnar vill nýta sér þessa þjónustu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.8.2010 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband