Var umsóknin um ESB aðild bara jólakort?

Þótt stjórnarsáttmálinn kveði á um að hverjum og einum stuðningsmanni ríkisstjórnarinnar sé frjálst að viðra skoðanir sínar á ESB þá breytir það ekki þeirri staðreynd að sú sama ríkisstjórn samþykkti að leggja aðildarumsókn að ESB fyrir Alþingi og virða þá niðurstöðu. En það virðist standa í sumum og þar á meðal Jóni Bjarnasyni.

Menn hengja sig í orðhengilshátt og segja fullum fetum að aðildarumsókn Íslands hafi ekki átt að vera aðildarumsókn með því sem henni fylgir heldur eitthvað annað og hafi alls ekki merkt það að við vildum fara í aðildarviðræður.  

Það verður ekkert grín fyrir Jón Bjarnason og aðra sem þessa skoðun hafa að sækja um nýtt starf þegar þau hverfa af þingi. Það liggur auðvitað í augum uppi að atvinnuumsóknir þeirra og Jóns verða eitthvað allt annað en atvinnuumsóknir og fráleitt að þær merki að viðkomandi kæri sig nokkuð um að mæta í atvinnuviðtal, hvað þá meir.

  


mbl.is Verri kostur að hætta núna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Axel Jóhann.

Þú líkir þessu við að fara í atvinnuviðtal.

En ég vil benda þér á að ef þú ferð í atvinnuviðtal sem þú ert reyndar alls ekki viss um að þú yfirleitt viljir og meirihluti skynsemis hugsana þinna lýst alls ekki vel á starfið en hégóma hugsanir þínar höfðu sitt fram að það væri svo sem allt í lagi að kíkja á hvað þetta starf hefði uppá að bjóða og hvaða aðra kosti og galla það hefði.

En þá held ég að það rynnu nú tvær grímur á umsækjandann ef að vinnuveitandinn sem þú værir í viðtali hjá segði:  

Ja áður en hann gæti byrjað að ræða við þig um starfið eða kaup og kjör þá yrðir þú að byrja á að breyta talsmáta þínum og fara á staðlað tamálsnámskeið.  

Einnig þyrfti að senda þig í nefaðgerð af því að nefið væri allt of stórt og samræmdist ekki innri reglum fyrirtækisins um nefstærðir starfsfólks. 

Svo yrði að senda þig til sérstaks hárskera sem rakaði af þér skeggið og klippti þig sérstakri hárgreiðslu sem samræmdist stöðlum og reglum fyrirtækisins.

Síðan teldi hann upp mislegt fleira sem ég yrði að undirgangast áður en hann gæti tekið þessa atvinnuumsókn formlega fyrir.

Hann sagðist skilja það að þetta væri allt saman kostnaðarsamt og að sumu leyti sársaukalaust ferli aðalega þó nefaðgerðin og þeir áætluðu að þetta myndi allt saman kosta hátt í 5 milljónir króna. Þeir væru hinnsvegar tibúnir að greiða hluta af þessum kostnaði með því skilyrði að ég legði fram óafturkræfa og án allra skilyrða 1 milljón króna.

Ég held að ég væri löngu hlaupinn út og það myndu fleiri gera.

Nákvæmlega svona er þetta rugl. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 12:31

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Væri ég vinnuveitandi þinn Gunnlaugur, myndi ég eftir lestur á þessu innleggi þínu halla mér upp að þér og horfa í augun á þér og kanna hvort ekki væri af þér kaupstaðalykt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.8.2010 kl. 13:01

3 identicon

Þetta eru nú bara móðgandi útúrsnúningur hjá þér þó svo finna megi 2 til 3 innslaáttarvillur í commenti mínu hér að ofan.

Samanburðurinn við ESB aðlögunina og þetta sem ég nefndi hér að ofan þó allt sé minna í sniðum stenst fullkomlega.

En þú tjáir þig ekki efnislega um krítík mína, en kýst frekar að  að vaða í manninn (þ.e. mig) en ekki boltann !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 14:10

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ert þú að meina Gunnlaugur, að þú hafir vaðið í boltann!?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.8.2010 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband