Sóðabloggara sem leyfist það sem öðrum er forboðið

Kynþátta- og trúarfordómar eru öðrum fordómum verr séðir hér á Moggabloggi en margskonar fordómar aðrir.  Ekkert í sjálfu sér við það að athuga ef ekki væri organdi slagsíða á þeim takmörkunum sem mbl.is setur trúarlegum fordómum.

barack-obama-and-adolf-hitlerÁ meðan sumir mega vart orðinu halla á Gyðinga, hvað þá nota skammaryrði um það ágæta fólk, án þess að allt fari á hliðina, þá leyfist bloggaranum Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni í Kaupmannahöfn að skrifa nánast hvaðeina sem honum til hugar kemur, og nota þær nafngiftir sem honum best hentar, þegar hann þarf að upplýsa veröldina um óþverraskap nánast allra, sem ekki eru Gyðingar, og þá helst Palestínu araba í garð vammlausra Gyðinga.

Ég ætla ekki að reyna að lýsa ógeðsskrifum Vilhjálms, lestur á hans síðu er öllum lýsingum betri. 

Hvað ætli Villi Köben segði ef einhver bloggódámurinn myndi myndbreyta mynd af einhverjum  forystumanni Gyðinga í Hitler á sama hátt og hann gerði við meðfylgjandi mynd af Obama forseta Bandaríkjanna?

Jú ég veit hvað Villi Köben myndi gera, hann myndi sturlast og krefjast lokunar á viðkomandi bloggi.

Meðfylgjandi mynd er tekin af bloggi Vilhjálms.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maðurinn hefur gjörsamlega fórnað öllum faglegum metnaði fyrir Gyðinglegan áróður.

Doddi (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 20:26

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef samsvarandi sóði skrifaði gegn Gyðingum væri allstaðar lokað á þann durt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.8.2010 kl. 20:29

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Nú verður hreinlega að gera þá kröfu til ritstjórnar bloggsins að hún tjái sig og geri fólki opinberlega grein grein fyrir, eftir hvaða reglum er farið þegra lokun á síðum kemur til álita.

Þ.e. Ef hún vill ekki sitja uppi með það brennimark, að mismuna bloggurum eftir stjórnmálaskoðunum.

hilmar jónsson, 26.8.2010 kl. 20:33

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ritstjórn mbl.is getur auðvitað ekki fylgst með öllu, en henni verður hjálpað með tilkynningu um óviðeigandi tengingu við frétt!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.8.2010 kl. 20:36

5 Smámynd: Björn Birgisson

Er ekki Villi í stúkunni?

Björn Birgisson, 26.8.2010 kl. 21:42

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Stóru stúkunni, Björn? Veit ekki en hljómar ekki ósennilega.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.8.2010 kl. 21:44

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sennilega lokar bara ritstjórnin moggablogginu.  Þegar allir bloggarar verða  farnir að kæra alla hina  sambloggarana  þá þarf að halda úti svo umfangsmiklu bloggeftirliti að það verður einfaldlega ódýrara að loka!

En njóta Eyjabloggarar ekki enn málfrelsis?

Kolbrún Hilmars, 26.8.2010 kl. 21:52

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bloggið er ekki hafið yfir þau lög sem um annað ritað mál gildir, Kolbrún. Margar færslur fara langt út fyrir öll eðlileg mörk, sér í lagi þær nafnlausu.

En svo er það undarlegasta að þeir sem grófastir eru í annarra garð, eins og t.d. Vilhjálmur Köben, Loftur (lokaði) og margir vinir þeirra ónefndir, eru merkilegt nokk þeir sem síst og verst geta þolað athugasemdir um sín eigin skrif. Þeir þurrka út athugasemdir og loka á menn hægri vinstri.

Svo sperra þeir sig hróðugir í lok umræðunnar, þessir lýðræðisníðingar, sem sigurvegarar eftir að hafa útmáð að eigin geðþótta öll óþægileg andrök. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn en þekktastur þessara skrumara er kaþólski gervipresturinn Jón Valur Jensson.

Ég hef vissulega fengið það óþvegið í gegnum tíðina í athugasemdum en það hvarflar ekki að mér að þurrka út athugasemdir. Maður verður að hafa maga til að taka andsvörum, ef ekki á maður að láta skrifin eiga sig.

Verði menn sér til skammar í andsvörum er það þeirra mál. Ég hef aðeins einu sinni afmáð athugasemd að eigin frumkvæði, það var þegar maður einn hvatti til að annar einstaklingur yrði lagður í einelti.

Athugasemdir á mínu bloggi eru engum lokaðar, ekki einu sinni þeim sem lokað hafa á mig, þótt ég geti ekki sagt að þeir séu velkomnir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.8.2010 kl. 22:18

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, ég veit ekki hvort þú hefur tekið eftir því, en það hefur ekki ein einasta bloggkona kvartað yfir sóðabloggi að fyrra bragði. Bara karlarnir.

Auk þess hefur virkum bloggkonum fækkað ískyggilega. Nokkrar að auki eru þó enn að leggja inn athugasemdir, en þá yfirleitt á langlokuþráðunum. Sjálf hef ég margoft lagt orð í belg hjá öðrum þar sem engin önnur kona hefur látið sjá sig.

Moggabloggið verður sjálfdautt með þessu áframhaldi.

Kolbrún Hilmars, 26.8.2010 kl. 23:25

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þegar þú segir það Kolbrún, þá vel að merkja er það sennilega rétt hjá þér. En það hefur verið í gangi ákveðin stýring hvað er inn og hvað er úti.

Það sem ég er að reyna að segja er að ég má ekki segja að þú sért þetta eða hitt en þú mátt kannski segja að ég sé það sem ég mátti ekki segja að þú værir. Þetta er bilun.

Ég er að sjálfsögðu hlynntur málfrelsi en ákveðnar umgengnisreglur verða að vera á blogginu sem annarsstaðar. Við pissum ekki á útidyrnar hjá fólki, við hrækjum ekki framan í fólk, við hendum ekki skít í annað fólk. Ef ekki í daglegu lífi, hví þá í rituðu máli á samskiptavef?

Já bloggurum hefur fækkað á mbl.is satt er það en hefur þú hugsað út í það í hvorn endann þeim hefur fækkað og af hverju?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.8.2010 kl. 23:52

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég veit ekki Axel, en kannski er orðið of mikið af testosteroni og of lítið af estrogeni? :)

Kolbrún Hilmars, 27.8.2010 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband