Fúlir og alltaf á móti

Hann er sannarlega vandrataður hinn gullni meðal vegur. Íhaldsbloggarar hafa farið hamförum yfir færslu borgarstjórans í Reykjavík á fésinu.  Þessi opni og alúðlegi stjórnunarstíll Jóns Gnarr á ekki upp á pallborðið hjá þeim. Ónei ekkí.

Það undarlega er að sömu bloggarar að upplagi hafa orgað og reytt hár sitt og skegg  (þeir sem hafa slíkt) yfir lokuðum og þvinguðum stjórnunarstíl Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann er greinilega vandfundinn þverhausanna smekkur.

Augljóslega er það sú staðreynd, að íhaldsbossi vermir hvorugan stólinn , forsætisráðherrans eða borgarstjórans, sem angrar hvað mest viðkvæm skynfæri fúls á móti en ekki stjórnunarstíllinn þegar allt kemur til alls.

 


mbl.is Tekur pólitískri gagnrýni of persónulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Það er greinilega erfitt að gera sumum til geðs!

Björn Birgisson, 27.8.2010 kl. 14:45

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Æ æ..Finsst náhirðinni Gnarr ekkert skemmtilegur lengur ?

hilmar jónsson, 27.8.2010 kl. 14:50

3 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Af því að upphaf þessa máls á rætur að rekja á fésbók, sem ég nota nú reyndar ekki sjálfur. Þá flaug mér í hug hversu alvarleg staða er á því heimili. Eftir því sem ég kemst næst er enginn fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins þar við ritstjórn eða meiriháttar álitsgjöf. Nú hef ég ekki vit á pólitík en sýnist að hér eigi flokkurinn óunnið talsvert starf.

Ólafur Eiríksson, 27.8.2010 kl. 16:44

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er erfiður og vandlifaður heimur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.8.2010 kl. 18:46

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Axel hver er meiri íhaldsmaður en Steingrímur,???/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 27.8.2010 kl. 23:04

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ja er ekki best að þú upplýsir okkur Haraldur, um það hver þessi maður er?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.8.2010 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.