Sandkastalar
6.9.2010 | 19:18
En það er skiljanlegt að embættismenn, verkfræðingar og aðrir sem gert hafa í buxurnar í þessu sandkassamáli reyni hvað þeir geta að bera af sér bullið og kenna öllu sem hönd verður á komið um floppið.
Það hefur verið bent á að höfnin hafi verið hönnuð fyrir minna skip en núverandi Herjólf. Skip sem er sagt að risti um einum metra minna en Herjólfur. Herjólfur tók niðri, sem þýðir að nýja skipið hefði haft 1 metra undir kili, væri það komið í rekstur. Er það ásættanlegt að hafa ekki upp á meira upp á að hlaupa? Hvað verður brimið lengi að gera þann metra að engu?
Í frétt á heimsíðu Siglingastofnunar frá 17. febrúar 2006 segir m.a um Bakkafjöruhöfnina:
Öldumælingar og líkantilraunir hafa leitt í ljós að einungis þyrfti að fella niður um 1,6% áætlunarferða ferju á þessari leið á ársgrundvelli. Ferðir ferjunnar munu aðeins falla niður í 3-4 daga á ári vegna veðurs þannig að áætlun hennar verður áreiðanleg.
Eitt hefur örugglega vantað í allar líkanatilraunir hafnarinnar, það hefur vantað mest afgerandi náttúrulega þáttinn, sandkófið í sjónum. Í góðu brimi er sjórinn við ströndina mettaður af sandi og sandurinn berst með hreyfingu sjávar inn á kyrr svæði og þar sest hann hvað sem öllum útreikningum líður.
Hvar er eina kyrra svæðið á allri Bakkafjöru?
Herjólfur siglir ekki í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:29 | Facebook
Athugasemdir
Voðaleg svartsýni er þetta í þér maður minn. Sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér áður en við málum skrattann sjálfan á vegginn. Ég minni þig að það er búið að flytja 70 þúsund manns með Herjólfi síðan hann byrjaði að ganga í Landeyjahöfn.
Valmundur Valmundsson, 6.9.2010 kl. 20:07
Mikil er ábyrgð mín Valmundur, ef svartsýni minni er um að kenna að Herjólfur hefur legið bundinn við bryggju í dag og farið hvergi.
Skipstjórinn á Herjólfi ákvað að sigla ekki. Hann er greinilega ekki sammála þér að áfallalaus flutningur á 70 þúsund farþegum fram til þessa tryggi sjálfkrafa öryggi farþega hans í dag.
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur ritar athygglisverða grein á bloggi sínu, í einhverju svartsýnislosti, mætti ætla.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.9.2010 kl. 20:45
Á hvaða árstíma voru þessir 70 þúsund farþegar fluttir? var það ekki í sumar, á meðan veður var enn sæmilega milt og gott? Nú er hinsvegar komið haust. Ég er enginn snillingur en ég hefði nú haldið að með haustinu fylgdi öðruvísi veður, meiri vindur sem leiddi af sér meiri öldugang sem aftur væri slæmt fyrir höfnina. Hvernig verður þetta í vetur?
Og ég sem hélt alltaf að meginmarkmiðið væri að halda uppi reglubundnum ferðum milli lands og eyja. Ef Herjólfur strandar í sífellu og ferðum er aflýst er ljóst að því markmiði er ekki náð.
Sigríður (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 12:57
Nákvæmlega Sigríður. Ég vona svo sannarlega að við þessi "svartsýnu" höfum ekki rétt fyrir okkur.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2010 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.