Vigdís á leiti

Mikið afskaplega er sorglegt þegar þingmenn tjá sig opinberlega með þessum hætti, sem Vigdís Hauksdóttir gerir á bloggsíðu sinni. Það er ljóst að Vigdís er löngu búin að brjóta og týna þeirri skynsemi sem henni var gefið og í þessari örgrein tekst henni að koma lágkúrunni í efstu hæðir.

Vigdís Hauksdóttir fer klárlega á spjöld sögunnar sem konan sem blaðraði Framsóknarflokkinn endanlega út af borði Íslenskra stjórnmála.

Margir munu telja það þakkavert og innborgun á Fálkann.

 

 


mbl.is Þráinn hvíslari Össurar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Vigdís Hauksdóttir er greinilega verðandi fyrrverandi þingmaður. Ekki háttvirtur.

Björn Birgisson, 8.9.2010 kl. 20:28

2 identicon

Heill og sæll; Axel Jóhann, æfinlega !

Í fljótu bragði; sýnist mér, sem þú sért lítt lesinn, í ágætum bókmenntum Jóns Trausta, heitins.

Gróa bjó; að Leiti - svo ég leiðrétti þig nú aðeins, Skagstrendingur góður.

En; svo vel, þekki ég til Stóru- Reykja fjölskyldunnar, austur í Hraun gerðishreppi Axel minn, að fullvis mun ég um, að Vigdís Hauksdóttir (Gíslasonar Jónssonar Hreppsstjóra), muni koma standandi niður, úr viðureignum sínum, við hinn fyrirlitlega Össur Skarphéðinsson, ágæti drengur.

Með beztu kveðjum; vestur yfir fjallgarð /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 20:29

3 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Vigdís á leyti? Hvað er það?

Að "tína sinni skynsemi" – hvað er það?

Ætlar þú að kenna þessari snargáfuðu frænku minni skynsemi?!!

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 8.9.2010 kl. 20:38

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Úpps! – þetta átti að vera í mínu nafni.

Jón Valur Jensson, 8.9.2010 kl. 20:39

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Því gæti ég sem best trúað Björn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2010 kl. 20:55

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þakka þér leiðréttinguna Óskar, auðvitað er þetta svona.

Ekkert þekki ég til fjölskyldu Vigdísar, en stundum bregst uppskeran, þrátt fyrir gott útsæði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2010 kl. 20:59

7 identicon

Komið þið sælir; að nýju !

Axel Jóhann !

Ekkert að þakka. Þó svo; ég sé farinn að ryðga, í bókum 19. aldar, sem fyrrihluta þeirrar 20., man ég samt ýmislegt enn, svo sem.

Nei; ég get fullvissað þig um, að þá,, Vigdís hefir náð vopnum sínum, mun henni takast, að yfirstíga klækja Refinn skeggjaða, með fullri sæmd.

Með; sízt lakari kveðjum - en öðrum áður /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 21:06

8 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Valur, það er illa hægt að kenna skynsemi, þar sem hún er oftast meðfædd, rétt eins og kynhneigðirnar, eins og þú veist manna best. Sé þessi ágæta frænka þín yfirhlaðin af skynsemi, ætti hún kannski að hugsa áður en hún skrifar og talar og þar með nýta sér vöggugjöfina sína, sem hún hlaut væntanlega af Guðs náð, en er nú að snúa baki við.

Innlit þér hér var hrokafullt, kannski er öll ættin að tapa sér?

Björn Birgisson, 8.9.2010 kl. 21:09

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það var eins gott að þú kíktir inn aftur Björn og bentir á innlegg Jóns Vals, annars hefði það farið gersamlega framhjá mér, slík var hógværðin og lítilætið!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2010 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband