Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Nýjustu færslurnar
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Eldri færslur
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
NATO tapar í Afganistan, spurningin er aðeins hve illa.
9.9.2010 | 08:02
Það er full ástæða til að taka þessar fullyrðingar múlla Omar alvarlega. Það er í besta falli barnalegt að halda að herliði NATO gangi eitthvað betur að fást við þessa böldnu þjóð en Rússum. Þeir riðu, eins og kunnugt er ekki feitum hesti frá sinni innrás, sem varð hin mesta sneypuför og þeim til ævarandi háðungar.
Því fyrr sem NATO hverfur á braut frá Afganistan því betra. Það ætti að vera Bandaríkjamönnum kappsmál að hverfa frá Afganistan meðan þeir eiga möguleika á að gera það með nokkurri reisn, minnugir biturrar reynslu frá Víetnam, hvaðan þeir flúðu með skottið á milli fótanna.
Það er ekki hlutverk Íslands og annarra NATO ríkja að ráðskast með hvaða og hvernig stjórnvöld sitji við völd í öðrum löndum og heimshlutum.
Segir talibana nálægt sigri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:03 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Mínir tenglar
- MYNDAALBÚM Ljósmyndir síðuhafa
- Skagaströnd Heimasíða Sveitarfélagsins Skagaströnd
- Húnahornið Fréttavefur Húnvetninga
- LJÓSMYNDASAFN SKAGASTRANDAR
Heimsóknir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1027594
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- axelma
- beggo3
- emilssonw
- snjolfur
- saemi7
- asthildurcesil
- thorsteinnhgunnarsson
- jensgud
- reykur
- joningic
- nafar
- bofs
- olijon
- gthg
- olafurjonsson
- kristjangudmundsson
- mosi
- josefsmari
- hlf
- johanneliasson
- svarthamar
- heidarbaer
- thruman
- ludvikjuliusson
- stefanjul
- axelaxelsson
- svanurg
- viggojorgens
- rlingr
- boggi
- fosterinn
- arikuld
- trj
- kliddi
- kristbjorn20
- ksh
- helgigunnars
- maggib
- prakkarinn
- hecademus
- skari60
- gudjul
- jonsnae
- krissiblo
- aztec
- kristjan9
- gisgis
- komediuleikhusid
- flinston
- muggi69
- gorgeir
- keh
- arnorbld
- gullilitli
- skarfur
- sveinne
- zerogirl
- finni
- kaffi
- taraji
- keli
- gretarmar
- zeriaph
- fun
- seinars
- hordurj
- esgesg
- jonhalldor
- icekeiko
- kjarri
- siggisig
- bjornbondi99
- gullaeinars
- gustichef
- gusg
- raftanna
- himmalingur
- baldher
- minos
- huldumenn
- valli57
Athugasemdir
Fari svo að Talíbanar sigri, er ekki þar með sagt að ófriðnum linni.
Þegar Talíbanar komast aftur til valda, heldur hryllingurinn áfram. Talíbanar er nefnilega þekktir fyrir hryllilega grimd og miskunleysi.
Það verður því fróðlegt að heyra hvað friðarpostular heimsins segja þá. Sennilega verður það ekki mikið, enda beina friðarpostular ævinlega spjótum sínum að Vestrænum ríkjum.
En sigri Talíbanar, mun það einungis sanna fyrir þeim (og öðrum hryðjuverka- og ofbeldissamtökum) að hryðjuverk og ofbeldi borgi sig reyndar. Það er svo bara spurningin hvaða lönd þeir taki næst yfir.
Barði Hamar (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 09:14
Í Afhganistan eru háð tvö mismunandi stríð. Talibanar eyra engu og skipta sér ekkert af því hvort þeir drepi almenna borgara. Þeir valda eins miklum usla eins og þeir geta og er alveg sama um almenningsálitið.
Bandaríkjamenn hins vegar þurfa að passa sig á almenningsálitinu og þurfa alltaf að sjá til þess að enginn almennur borgari sé í vegi fyrir stríðsvélum sínum.
Þetta sást best í stríðinu á Sri Lanka það var búið að vera í gangi í nokkra tugi ára þegar stjórnarherinn skipti um herkænsku(ég að sjálfsögðu fordæmi slíkt) og það virkaði með hroðalegum afleiðingum fyrir saklausa borgara.
Herinn sendi litla flokka af sérþjálfuðum hermönnum inn í frumskógana og drápu nánast alla sem þeir höfðu minnsta grun um að vera uppreisnar-hermenn. Þar var fólk ekki tekið til fanga heldur upplýsingar þvingaðar út úr því rétt á meðan þeir drápu það. Þetta virkaði á ótrúlega stuttum tíma. Þetta er að sjálfsögðu hroðaleg aðferð og ég fordæmi slíkt en þetta virkaði.
Ef bandaríkjaher ætlar að gera eitthvað svipað þessu í Afghanistan þá held ég aða almenningsálitið færi eitthvað út og suður.
Þorvalur Þórsson (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 12:46
Þá missa þeir bara af því sem þeir ætluðu sér að ná í, eins og í Vietnam og í Írak
Robert (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 14:41
Ásdís Sigurðardóttir, 9.9.2010 kl. 16:45
Bandaríkjamenn eru dæmdir til að hverfa frá Afganistan og Írak með sömu sæmd eins og þegar þeir fóru frá Víetnam.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.