Leyndardómurinn í sandinum.

Sandurinn í Landeyjarhöfn er að sögn Perlumanna meiri og ástandið verra en þeim hafði órað fyrir. En þeir ganga til verks af krafti og bjartsýni og dæla upp sandinum og flytja hann um set enda svo um mælt af þeim vitrari mönnum.

Þetta minnir mig á brandara sem gekk fyrir margt löngu  um sjúklinga á Kleppi og próf sem þeir voru látnir ganga í gegnum til að ákvarða um heilbrigði þeirra.

sandurBrandarinn var á þá leið að úti undir vegg við Kleppspítalann var sandhrúga mikil að vöxtum. Sjúklingarnir  voru látnir moka sandinum í fötur og bera þær síðan upp á efstu hæðina inn í herbergi og hvolfa úr fötunum á gólfið.

Sjúklingarnir voru látnir endurtaka sandmoksturinn, burðinn upp, og allt ferlið aftur og aftur, enda var því lofað að þeir yrðu útskrifaðir um leið og allur sandurinn yrði kominn upp á loftið.

Þegar einhver sjúklingurinn áttaði sig loks á því að sandurinn, sem hann hafði borið upp daginn út og daginn inn, var alltaf sami sandurinn, því sandurinn rann jafnharðan aftur niður í hrúguna úti, þá taldist hann hæfur til útskriftar.

Það virðist langt í land með að þeir sem um Landeyjahöfn höndla verði útskrifaðir.


mbl.is „Verra en við bjuggumst við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2010 kl. 14:27

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mr. Sandman?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.9.2010 kl. 14:30

3 identicon

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 14:30

4 identicon

Þrjú tonn af sandi:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 15:28

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Andrés fær ei nóg!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.9.2010 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.