Talandi um ábyrgð og verklag.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ætlar að snúa aftur á Alþingi eftir heimalagaða „hundahreinsun“ að eigin forskrift.  Það mætti ætla að hún sé illa upplýst og lítt meðvituð um þá ábyrgð, siðferðislega jafnt sem pólitíska, sem fylgir því að sitja á Alþingi Íslendinga.

Þorgerður þarf greinilega að endurskoða það verklag  sem hún ætlar að viðhafa með endurkomu sinni á Alþingi og huga ögn meira að þjóðarvilja í málinu.

Það væri henni verulega hollt og þá ekki síður þjóðinni að hún láti ekki eigin duttlunga og hentisemi ráða för.

Þorgerði fer það einstaklega illa að gefa öðrum ráð í siðferðislegum álitamálum.


mbl.is Í stórum málum þarf öll stjórnin að vera upplýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ef þessi kona kemur aftur á þing eins og ekkert hafi í skorist, og ef hún kemst upp með það, þá væri kannski ráðlegast að fara að pakka saman.

hilmar jónsson, 12.9.2010 kl. 15:42

2 identicon

Ég skal kaupa ferðatöskur fyrir okkur.

Sverrir Stormsker (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 16:48

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ef Þorgerður snýr aftur "eins og ekkert hafi í skorist" þá er hún eingöngu að hugsa um eigin hag.  Víst er að ekki mun hún auka fylgi þess flokks sem hún þó enn tilheyrir.   Hún ætti að fylgja sannfæringu sinni og velja SF stól.

Pakka saman hverju, Hilmar?  Er ekki verið að reyta allt af okkur? 

Kolbrún Hilmars, 12.9.2010 kl. 16:56

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég fagna endurkomu Þorgerðar - vinstri menn virðast hræðast hana alveg óskaplega.

Kolbrún - Hilmar hefur verið að stinga einhverju undan - það átti að vera búið að ganga frá því skv. Viljayfirlýsingunni - að minnsta kosti fyrir næstu mánaðarmót að ekkert væri eftir.

Rétt að láta Steingrím vita af þessu.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 12.9.2010 kl. 17:16

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég þarf ekki að pakka, fer eins og ég stend, get ekki annað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2010 kl. 17:34

6 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Það sannast best málshátturinn á Þorgerði Kínrínu ; sumir sjá flísina í auga náungans , en ekki bjálkann í sínu eigin .

   En hún mundi nú sóma sér vel á fjölum Þjóðarleikhússins innan um alla styrkþega FL flokksins , sem og hinna styrkþeganna .

Hörður B Hjartarson, 12.9.2010 kl. 17:51

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ólafur, þið Sjálfstæðismenn virðast hrifnari en flestir aðrir af sjálftökuliðinu og öðrum sem fara af sporinu.

Gunnar Örlygsson var af Davíð Oddsyni útlistaður sem glæpamaður af verstu sort í þingræðu og hann ætti að sjá sóma sinn að snauta af þingi. Gunnar gekk nokkru síðar í Sjálfstæðisflokkinn og með það sama hurfu allar syndir hans og mikill varð vinafagnaðurinn þegar hann var boðin velkominn í þingflokk Sjálfstæðisflokksins, meðal jafningja.

Árni Johnsen var í skjóli nætur og fjarveru forsetans uppreistur og hvítþveginn af meðlimum Syndlausaflokksins sem þá fóru með forsetavaldið.

Og Þorgerður, smámál að skúra hana!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2010 kl. 18:03

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega Hörður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2010 kl. 18:03

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Jú reyndar Kolbrún. Það yrði fljótpakkað.

Sverrir: Ég þarf sennilega bara eina ferðatösku, litla og netta.

hilmar jónsson, 12.9.2010 kl. 18:13

10 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Davíð svarar fyrir sig - ég er ekki talsmaður hans.

Hvað varðar hin ýmsu mál sem þið nefnið ( ég er ekki heldur talsmaður Árna J ) en hvernig er það hjá ykkur - ef einhver brýtur af sér er hann þá fordæmdur til frambúðar þrátt fyrir afplánun. Þetta með uppreist æru - þá skilst mér að eftir einhvern ákveðinn tíma sé hægt að sækja um slíkt og það sé einhverskonar sjálfsafgreiðsla á því. Gilda þau lög þá ekki líka um Árna?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 12.9.2010 kl. 22:48

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jú, Ólafur maður hefði nú haldið að um Árna giltu sömu reglur og aðra en sú varð ekki raunin.

Umsóknin um ærureisn Árna var skrifuð og afgreidd í snarhasti meðan forsetinn var erlendis. 

Þessi vinnubrögð hafa ekki verið stunduð, hvorki fyrr né síðar og því er greinilegt að ekki áttu sömu reglur að gilda um Árna og aðra æruleysingja.

Þú verður að spyrja þá sem gjörninginn gerðu um ástæður þess.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2010 kl. 23:44

12 Smámynd: Dexter Morgan

Þegar ég flý þetta Guðsvolaða sker, mun 1 Bónuspoki duga. Enda vel við hæfi.

Og það er hollt fyrir íbúa Íslands, að glæpaverk þessara Sjálfstæðismanna séu rifjuð upp reglulega, af nógu er að taka.

Dexter Morgan, 13.9.2010 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband