Er þetta hægt Matthías?

Fimm klukkustundum fyrir opnun fór biðröð að myndast fyrir framan dyr Fjölskylduhjálparinnar og í henni stóðu fjögurhundruð og þrjátíu manns í gær.  Stöðugur stígandi er í fjölda þeirra sem aðstoð og matargjafir  þurfa til þess hreinlega að lifa af.

Þetta er Íslandi í dag.

Því miður verður þetta fólk að bíða þess enn um hríð að ríkisstjórnin finni og útfæri úrlausnir fyrir það  því Samfylkingin, forystuflokkurinn í ríkisstjórninni, hefur öðrum hnöppum að hneppa þessa dagana. Núna ríður mest á að hindra að kusk falli á hvítflibba Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem ekki hefur annað til saka unnið en hafa sofið í örmum Geirs Haarde,  meðan landið fór á hliðina.

Það verður mörgum eflaust huggum harmi gegn, þar sem þeir standa klukkutímunum saman kaldir á kroppinn og kalnir á sál í biðröðum fyrir framan Fjölskylduhjálpina og aðrar hjálparstofnanir,  að vita að röðin kemur að þeim einhvern daginn.

Því má treysta á meðan norræna velferðarstjórnin, hin tæra vinstristjórn, stendur vaktina. Nema þá að þeirri vakt sé lokið. 


mbl.is Erfiður vetur framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það kveður við nýjan og gagnrýnin tón Axel, hvað veldur?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.9.2010 kl. 11:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef alltaf verið andvígur ranglæti og vitleysu hver sem upprunin er. Ég hef ekki hikað við að gagnrýna mína menn jafnt sem aðra, sé tilefni til. Það er ekkert nýtt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.9.2010 kl. 12:09

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gott:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.9.2010 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband