Skúrað og skrúbbað

Allt málið er víst misskilningur frá upphafi til enda. Við lestur yfirlýsingar Sveins Andra breytist ímynd Jóns Hilmars  úr forhertum skalla í glimmerglansandi Maríu Theresu.

Maður tárast yfir því ranglæti sem þessi maður er beittur og reiðist illsku og mannvonsku lögreglunnar að reyna að sóða út þennan gangandi engil.

Sveini Andra ber að sjálfsögðu sú skylda að verja sinn skjólstæðing og beita öllum hugsanlegum lagaklækjum til þess. Sú vinna á ekki að fara fram í fjölmiðlum heldur fyrir dómi og þar verður Jón Hilmar dæmdur eða sýknaður.

Þessi árátta Sveins Andra að reka málin í fjölmiðlum, skúra og skrúbba sína skjólstæðinga með sápu og sótthreinsandi, er undarleg  en afskaplega skiljanleg í ljósi landsþekktrar sjálfsvitundar lögmannsins.

  


mbl.is „Jón blessunarlega laus við fordóma"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hann hefur bara horft of mikið á sjónvarp, því þetta er alltaf svona þar.

Lögmenn í sjónvarpi geta varla gengið inn í dómssal án þess að tala við fjölmiðla fyrst, og helst á leiðinni útúr dómssalnum líka. Bara til að vera vissir um það fjölmiðlar eru alveg örugglega með allt á hreinu um það sem gerist á bakvið luktar dyrnar.

Ætli Sveinn Andri hafi ekki bara lært af þeim?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 17.9.2010 kl. 11:34

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sveinn er sagður skærasta stjarna lögmanna landsins. Hann verður að standa undir nafni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.9.2010 kl. 11:53

3 Smámynd: corvus corax

Ég hef nú aldrei skilið þetta "stjörnu"lögfræðingskjaftæði. Hvað er að vera stjörnulögfræðingur? Er það að sjá eintómar "stjörnur" í sakborningahópi?

corvus corax, 17.9.2010 kl. 12:54

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ætli þetta sé ekki fundið út frá upphæð reikninga þeirra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.9.2010 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.