Miður ærlegar ættleiðingar

Mikill skelfingarlegur aumingjaskapur getur það verið að ættleiða barn og „skila“ því svo aftur vegna einhverra króna og aura eins og það væri súr mjólk eða myglað brauð.

Ég hélt satt að segja að ættleiðing væri ævilangur og órjúfanlegur samningur á tilfinningarlegum nótum milli barns og nýrra „foreldra“ en ekki hrein og klár verslun og viðskipti.

Þó það sé ekki tekið fram í fréttinni þá sá ég það einhverstaðar á öðrum vettvangi að hér er aðallega um ættleiðingar til Bandaríkjanna að ræða, þeirri leið hefur nú verið lokað. Ég veit ekki hvort ættleiðingar til Bandaríkjanna séu háðar eftirliti eða hvernig þeim málum er háttað þar, en þetta er þeirri þjóð til skammar.  Hér á landi eru t.a.m. gerðar meiri kröfur til þeirra foreldra sem ættleiða en þeirra sem geta farið auðveldari leiðina til barneigna.

Það hefur engum fregnum farið af ættleiðingum hingað til lands frá Rússlandi, hvernig ætli standi á því? Það virðist því miður ekki vera neinn skortur á munaðarlausum börnum austur þar sem vantar góða og ærlega foreldra.


mbl.is 30 þúsund börnum skilað eftir ættleiðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Það er greinlegt að sumt fólk komi fram við börn eins og hunda. 

Ættleiddu hund því hann er krúttlegur, ef hann bítur þá lógaru honum eða yfirgefur hann. 

Ferlegur aumingjaskapur ef þú spyrð mig, en eins og flest allt væri kanski hægt að rekja þetta til óraunhæfilegra bókmennta og mynda.  Þar virðist oftast nokkuð auðvelt að ala upp börn, og eitthverja hluta vegna er agasamur faðir alltaf í hlutverki vonda kallsins.

Býst við að 7 ára drengnum sem var skilað sökum ,,ofbeldishneigðar'' verði eflaust glæpamaður, enda yfirgefinn af foreldrum sínum, svo af fósturforeldrum sínum og svo hent útaf munaðarleysingjahælinu þegar hann nær aldri.  Engin æska þar.

Arngrímur Stefánsson, 20.9.2010 kl. 15:19

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt innlegg Arngrímur

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2010 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.