Aðal- og aukaatriði

Skurðlæknir sem ærðist í miðri skurðaðgerð og réðst á svæfingarlækni og skaðaði líka hjúkrunarfræðing í látunum, er dæmdur til greiðslu á 9000 evru sekt og að greiða samtökum heimilislausra 3000 evrur! Læknirinn bar fyrir sig, sér til afsökunar, þreytu eftir fjölmargar aðgerðir þann daginn.

Ekki er minnst einu orði á sjúklinginn og hvernig honum reið af eftir örþreyttan lækninn. Ef marka má 3000 evru greiðsluna til samtaka heimilislausra, hefur sjúklingurinn að líkindum verið heimilislaus vesalingur. Spurning vaknar hvort sjúklingurinn hafi lifað aðgerðina af úr því honum voru ekki dæmdar bætur,  heldur hans „nánustu“?

 

En auðvitað er það algert aukaatriði.

 

 

  


mbl.is Skurðlæknir barði svæfingalækni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.