Skýrslutöku lokið, manninum sleppt.......

Ekki þekki ég þetta gíslatökumál á Hvanneyri eða atburðarás þess að öðru leyti en af því sem fram hefur komið í  fréttum. Ljóst má vera að hér var á ferðinni meira en venjulegur fyllirísgorgeir og mannalæti.

Manninum hefur verið sleppt, enda yfirheyrslum og skýrslutöku lokið, honum hefur verið vikið úr skólanum og hans bíða ákærur fyrir hótanir og hugsanlega frelsissviptingu. Málið virðist afgreitt af hálfu hins opinbera og boltinn er hjá saksóknara.

En er málinu lokið, hefur það hlotið fullnægjandi afgreiðslu? Er ég einn um að finnast eitthvað vanta í þetta mál af hálfu yfirvalda? Hver er orsök æðis mannsins, á hann vanda til slíkra kasta og ef svo, er ekki líklegt að þetta gerist aftur? Þarf maðurinn ekki hjálp og ef svo er, af hverju er hún ekki hluti af ferlinu?

Er ódýrast og best fyrir samfélagið að afgreiða málið með þessum hætti, galopnu í báða enda, með manninn ráðvilltan með brottvikningu á bakinu og kjörið tilefni til þess að detta í það aftur?

  


mbl.is Sleppt og vikið frá Hvanneyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju snappaði hann svona ?Voru krakkarnir saklausir ? Var hann áreittur áður eða svona tæpur fyrir ? Sökin er samt hans því hann ber ábyrgð á sínum viðbrögðúm. En ýmsum spurningum sem vakna er ósvarað.Vonum samt að ungi maðurinn finni sína fjöl og verði sáttur við Guð og menn.

ÖDDI (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 15:33

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Auðvitað er sökin hans, en ef hann er veikur fyrir og á vanda til að vera mistækur undir víni, þá getur hann verið gangandi tímasprengja. Þetta er þáttur sem að mínu mati ætti að gefa gaum í tilfellum sem þessum.

Já, vonandi fer lífið mjúkum höndum um drenginn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.9.2010 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband