Eitthvað nýtt, ó nei!

Það þarf ekki  að koma neinum á óvart, þó bann við byggingarframkvæmdum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum verði ekki framlengt.  Það er hefðbundin aðferð Ísraels til að binda endi á málamynda friðarviðræður þeirra við Palestínumenn að hleypa, í krafti hervalds, landránsliði inn á Palestínskt land.

Þá verður að sjálfsögðu allt vitlaust og Ísraelsmenn geta sagt að Palestínumenn hafi skotið fyrsta skotinu. Útkoman verður á endanum sú, eftir manndráp og voðaverk á báða bóga, að Ísrael verður enn einu skrefinu nær markmiðinu, sem er að innlima allt Palestínskt land í Stór Ísrael.

Umheimurinn situr hnípinn hjá og samþykkir gjörninginn, rétt einu sinni, með aðgerðarleysi sínu.

israel-palestine_map 
mbl.is Landtökumenn fagna afnámi byggingarbanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sorglegt.....

Agnes Ósk Þorgrímsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.