„Ef við slítum í sundur lögin, slítum við í sundur friðinn“

„Það er ekki búandi við það að ráðherrar beri ábyrgð á gjörðum sínum“ sagði maddama Þórunn Sveinbjarnardóttir á Alþingi í morgun.  Hvaða helvítis skilaboð eru þetta, verður næst ekki búandi við að Útrásar- og bankasóðarnir beri ábyrgð, er yfir höfuð búandi við það að nokkur beri ábyrgð á gjörðum sínum?

Eitt er orðið ljóst, það er ekki búandi við svona þingmenn eins og Þórunni Sveinbjarnardóttur.  Það bendir allt til þess að meirihluti þingmanna sé sama sinnis og Þórunn og telji það ótækt að þeir beri nokkra ábyrgð. Falli þeir á þessu siðferðisprófi og slíta í sundur lögin, verða þeir ekki bara sjálfum sér til skammar , heldur  Alþingi og þjóðinni allri og gera Ísland að athlægi erlendis og troða trúverðugleika landsins endanlega í svaðið.

skyrÞjóðinni er gróflega misboðið og Alþingi virðist fyrirmunað  að gera neitt annað en auka á sína skömm. Nýtt þing verður sett á föstudaginn, þá hlýða þingmenn á messu í Dómkirkjunni, meðtaka blessum fyrir sín störf og ganga síðan fylktu liði frá kirkju til þinghússins. Það þyrfti ekki að koma neinum á óvart, hafi þingmenn slitið í sundur friðinn, að föstudagurinn sá verði í framtíðinni kallaður skyrdagurinn mikli.


mbl.is Mistókst að ná sameiginlegri niðurstöðu um ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allt kýskýrt þegar maður hefur í huga forgangsröðun stjónmálamanna, ég, flokkurinn minn, vinir mínir, þingið og svo síðast og allra síst, landar mínar.

joi (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 12:51

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Verður ekki rífandi sala í skyrinu í vikunni?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2010 kl. 12:56

3 Smámynd: Rafn Gíslason

Ég mun glaður taka þátt í því verði það raunin, ég held að þingmenn lesi illi í reiði fólks í samfélaginu og ég get einungis tekið undir orð Þórs Saari, það á að boða til kosninga núna

Rafn Gíslason, 28.9.2010 kl. 14:32

4 identicon

Eru menn ekki enn búnir að fatta þá staðreynd að hvergi á ísland er lægri greindarvísitala en á alþingi.
Það sitja bara kjaftaskar sem puða út úr sér heimsku í sínu tærasta formi..

Þið getið kallað eftir kosningum, en hvað ætlið þið að kjósa eiginlega; Það eru bara vanvitar og vanvitaflokkar sem standa til boða + að hinn venjulegi íslendingur mun alltaf kjósa það sem hann hefur kosið, margir kjósa það sem presturinn þeirra segir þeim að kjósa.

doctore (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband