Sandurinn fyllir, að meðaltali, eina íbúð á dag.

Jæja það á að bjóða út dýpkun í Landeyjahöfn. Ekki þarf Siglingastofnunin að reikna með því að fá hagkvæm tilboð því magntölurnar eru slíkar og vegna legu hafnarinnar er ólíklegt að skipið geti sinnt  öðrum verkum samhliða.

Siglingastofnun áætlar að 285.000 rúmmetrum af sandi þurfi að dæla úr höfninni á næstu 3 árum. Það gerir 95.000 m3  á ári, 260 m3 á dag!  Hvað ætli það sé mikið magn af sandi góðir hálsar? Það magn stútfyllir eina  105m2 , 4ja herbergja íbúð á degi hverjum!

Ólíklegt er af viðbrögðum og hugmyndum Siglingastofnunar til þessa að hún ofmeti vandann.

Svo er það stóra spurningin hvort þessi hafnargerð hafi verið galin frá upphafi eða hvort ágalli hafnarinnar sé nýtilkominn?

 

mbl.is Útboð á dýpkun í Landeyjarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband