Lýðsskrumsfroðan vellur fram

Hafi Sjálfstæðisflokkurinn verið svona stútfullur af samstöðuþrá, hvað hindraði að þeir létu drauminn rætast  í stað þess að berjast með offorsi gegn öllum málum ríkisstjórnarinnar, stórum sem smáum?

Það er auðvelt að bjóða fram samstöðu um eigin skoðanir og hafna sjónarmiðum annarra. Það geta allir.

  


mbl.is Einar Kr: Sjálfstæðismenn hafa ítrekað kallað eftir samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

gleymir þú ekki hverjir voru í forystu þega Icesave landráðið var stoppað af?

þegar vitræn mál hafa komið fram hafa Sjálfstæðismenn stutt þau - stundum með breytingum - -

En þegar upp er staðið getur flokkurinn ekki stöðvað neitt í þinginu - stjórnin er með meirihluta og þarf ekki að hlusta á einn eða neinn - og hefur ekki gert.

þannig að fullyrðing þín er alröng.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.10.2010 kl. 11:12

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Átökin á þingi snúast um flokka ekki málefni. Þessvegna þarf að leggja flokkana niður. Þetta hræðast skrímsli eins og Einar K. Það er nefnilega ekki pláss fyrir stjórnmálamenn eins og hann í framtíðarlandinu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.10.2010 kl. 11:35

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Flokkurinn er glataður, búinn að vera og þeir vita það. Ekkert eftir nema heiftin og særindin yfir því hvers konar MF klúðrarar og aumingjar þeir eru og hafa verið.

Þá er gripið til þess ráðs að ausa skít yfir alla aðra...

hilmar jónsson, 5.10.2010 kl. 11:36

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er það ekki málið Ólafur, að það hentar að vera á móti nauðsynlegum og óhjákvæmilegum aðgerðum af því að það kann að vera til vinsælda fallið. Lýðsskrum er það og ekkert annað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 11:40

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað ætti að koma í stað flokkanna Jóhannes og hvernig ætti að kjósa til þings?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 11:41

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeir hafa ekkert annað en skít Hilmar, þeir eru kúkur á kafi í skít.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 11:43

7 identicon

Kjósið bara mig sem einræðisherra ;)

doctore (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 12:12

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Í stað flokkanna kæmu persónur valdar með persónukjöri Axel? Liggur það ekki í kröfunni um lýðræðisumbætur?  Þú verður að fara að lesa þér til..Við látum ekki lengur stjórnmálastéttina segja okkur hvernig heimurinn lítur út. Fíllinn hefur minnkað

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.10.2010 kl. 12:14

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Heldur þú Jóhannes, að gangi betur að stjórna af viti með 63 einmenningsflokka á þinginu en með núverandi kerfi?  Verða persónukosnir þingmenn ekki ný stjórnmálastétt? Það er spillingin sem þarf að  fjarlægja og breyta hugsunarhættinum. Það gerist ekki sjálfkrafa með persónukjöri, þó menn lesi sér til. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 12:36

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þá verður þú einmennings stjórnmálastétt doctorE.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 12:38

11 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sennilega ertu bara svona ungur Axel eða þá að þú ert nýlega farinn að fylgjast, en það er ljóst að allar samsteypustjórnir sem hér hafa verið settar saman hafa verið myndaðar án aðkomu Flokksstofnana. Það sannar bara að persónur geta vel starfað saman þótt þær hafi mismunandi lísskoðun, það eru flokkarnir sem ekki geta starfað saman af heilindum  Erum við þá ekki búnir að einangra meinið? Og er þá ekki rökrétt að losa okkur við það?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.10.2010 kl. 13:02

12 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

og spillingin þrífst í skjóli flokkanna, Það vita allir  og hana nú

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.10.2010 kl. 13:04

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Axel.

Eins og þú veist stendur til að kjósa til stjórnlagaþings með persónukjöri. Það er vel hægt. Auðvitað er ekki hægt að koma í veg fyrir að einhverjir reyni að slá ryki í augu kjósenda um ágæti sitt og jafnvel kaupa sig til áhrifa. En slíkir einstaklingar, mundu fljótt sigtast úr, sérstaklega þegar aðrir einstaklingar sem starfa með breyttum hugsunarhætti komast að. Hér á landi, vegna smæðar þjóðarinnar, mundi persónukjör því svínvirka :)

Flokkskerfið er afar fornaldarleg útfærsla á lýðræðinu og er í raun aðeins útfærsla á lénsherraskipulaginu. Innan flokka lúta verða allir flokksmeðlimir að lúta forystunni auk þess sem eiginhagsmunagæslan er harðkóðuð í  það kerfi. - Meiri hluti, sem verður til í krafti flokkræðis, ræður öllu á þingi, minni hluti hefir lítið sem ekkert um hlutina að segja. - Inn í ríkjandi skipulag er innbyggð streita og stríð sem mundi hverfa ef að vel meinandi og einlægir einstaklingar kæmu í staðinn sem aðeins færu eftir sinni eigin sannfæringu. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.10.2010 kl. 15:16

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvaða helvítis bull er þetta Jóhannes!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 16:13

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er sitthvað annað stjórnlagaþing til að setja saman stjórnarskrá eða þjóðþing sem þarf að mynda starfhæfa ríkisstjórn, Svanur. Auðvitað er flokkakerfið ekki gallalaust, en haldi menn að persónu kjör sé einhver allsherjar lausn þá er það mesti misskilningur.

Ef á að leggja niður flokkana og kjósa einungis 63 einstaklinga, þá fáum við út einhvern stefnulausan hrærigraut, kosinn gersamlega blint. Ekki á ég von á því að einhver genabreyting verði í Íslendingum við þessa breytingu og menn ákveði að vera framvegis sammála um alla skapaða hluti. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 16:27

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvernig er hægt að ímynda sér meiri "stefnulausan hrærigraut" en við búum þegar við?

Fólk þarf að vera tilbúið að hugsa aðeins út fyrir kassann.

Í stað hæfileikalausra lýðskrumara fengist kannski til verka fólk með ærlega stefnu og sjónarmið sem hefðu heildina frekar en þrönga flokkshagsmuni að leiðarljósi. Það þarf ekki genbreytingu, aðeins hugafarsbreytingu, álíka og þú sjálfur segir mögulega.

Fólk þarf nefnilega ekki að vera fyrirfram sammála um neitt, svo fremi sem þeir eru tilbúnir að viðhafa samráð sem byggir á ákveðnum sammannlegum grundvallaratriðum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.10.2010 kl. 17:20

17 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir allir. Það er gaman að fylgjast með því hvernig þið ræðið um framtíðarstjórnmálin og stjórnlagaþingið. Ég hef reyndar verið að velta því fyrir mér hvort fjórflokkurinn reyni ekki að eyðileggja þetta stjórnlagaþing með því að troða sínum varðhundum inn á það svo að sem minnstu verði breytt í stjórnarskránni. Mér finnst það mjög líklegt. En það verður gaman að sjá hvernig það fer.

Jón Pétur Líndal, 5.10.2010 kl. 19:54

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað svo sem hægt er að segja um flokkana þá hafa þeir stefnu fyrir kosningar og tiltölulega auðvelt að hafa yfirlit yfir þær. En hræddur er ég um að í galopnu persónukjöri þá fari lítið fyrir stefnum fyrir kosningar. Kjósendur komast að því eftir kosningarnar hvað þeir kusu. Almennur áhugi fyrir kosningum og pólitík væri dæmdur til að minnka og kosningaþátttakan í kjölfarið með þegar frá líður.

Mér litist betur á að sameina prófkjörin og kosningarnar, þá myndu kjósendur raða þeim sem væru í kjöri á listanum sem þeir kjósa. Menn væru þá ekki að fikta í framboði annarra flokka eins og gerist núna í opnum prófkjörum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 21:02

19 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Axel, það nefnilega svo mikið að marka stefnuskrá flokkanna :)

En hvers vegna gætu einstaklingar ekki kynnt afstöðu sína til málefna í ræðu og riti? Og það sem meira er að fólk getur haft meira til viðmiðunar störf þeirra og karakter, frekar en einhverja uppdiktaða stefnu flokka sem samin er til að hljóma vel í kosningabaráttu.

Hví skyldi kosningaáahugi minka eftir því sem stjórnmálin verða eðlilegri og heiðarlegri. Ég hefði haldið að hið andstæða yrði upp á teningnum.

Listaframboð er ekki persónukjör, jafnvel þótt niðurröðun fari fram í kosningunum.  Prófkjör í kosningum er ekki samræmanlegt þeim markmiðum sem persónukosning miðar að.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.10.2010 kl. 21:16

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Verða þau endilega eðlilegri eða heiðarlegri? Galopið persónukjör lítur afskaplega vel út á pappírunum, það gerir kommúnisminn líka, þó engum hafi tekist að framkvæma hann eftir formúlunni.

Ég hef auðvitað ekkert áþreifanlegt í höndum, frekar en aðrir hvernig þetta virkar. En tilfinning mín er að það geri það ekki, þegar saman eru komnir 63 forsætisráðherraefni að afstöðnum kosningum, tilbúnir að til skipa öðrum til verka.

Æ, þetta er að verða hálfgerð þvæla. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.