Lítið leggst fyrir kappann

Muna ekki allir hvað Geir Haarde sagði í viðtölum eftir að Alþingi ákvað að ákæra hann fyrir Landsdómi? Jú það muna örugglega allir, því ekki vantaði kokhreystina, Geir sagðist fagna ákærunni og svo var að skilja að hann gæti varla beðið eftir því að geta sannað sakleysi sitt fyrir Landsdómi.

Nú reynir þessi  sami glaði, kokhrausti og sigurvissi gorGeir að láta lögmann sinn eyðileggja málsóknina, sem hann fagnaði svo mjög, vegna formsatriða.

Lítið leggst fyrir kappann að formsatriði skuli honum til bjargar verða.

 

mbl.is Málshöfðun gegn Geir sé marklaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Er ekki lágmark að Alþingi gæti þeirra formsatriða sem gæta þarf, í stað þess að eyðileggja málið vegna óvandaðra vinnubragað í lokameðferðinni?

Einar Þór Strand, 7.10.2010 kl. 21:21

2 identicon

Tja, í lögum um landsdóm stendur að "jafnframt" þingsályktun skuli kjósa saksóknara og nefnd til eftirfylgni og aðstoðar (13. gr.).

Eflaust má þræta um tímalengd þessa "jafnframt". En það skyldi þó ekki vera að þingið hefði klúðrað þessu - eins og svo mörgu öðru?

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 21:23

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er Einar,  túlkun lögmanns Geirs, ekki staðfestur sannleikur. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.10.2010 kl. 21:25

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Auðvitað á þingið Ybbar gogg, rétt sem aðrir, að fara að lögum en þetta er ekki skýrt eða vel orðað. En engu að síður, þó það væri það, má reikna með því að það verði teygt og togað.

En það kemur á óvart að það sé gert af manninum sem sagðist bíða óþreigjufullur eftir dómi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.10.2010 kl. 21:30

5 identicon

Þetta er ekki rétt hjá þér. Geir sagðist aldrei "fagna" þessari ákæru. Þvert á móti. En hann sagðist myndu sanna sakleysi sitt. En skv. þessu þá er málið ónýtt. Sem er fínt, enda þessi málarekstur gegn Geir algjör della frá upphafi til enda.

Jonni (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 22:10

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta með að Alþingi hafi klúðrað málinu er ekki haft eftir Geir, heldur verjanda hans.

Er ekki starf verjanda einmitt fólgið í því að verja skjólstæðing sinn, þar á meðal að fylgjast með því að ákæra og meðferð málsins sé samkvæmt lögum?

Axel Jóhann Axelsson, 7.10.2010 kl. 22:12

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég viðurkenni nafni,  að ég hef ekki mikla reynslu af svona sakamálum, en tala þeir ekki venjulega saman sakborningur og lögmaður hans til þess að sjá alla mögulega fleti málsins og samræma. En svo mikið veit ég að lögmaður má ekkert það gera sem fer gegn vilja skjólstæðings hans.

Var það svo?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.10.2010 kl. 22:19

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég heyrði Geir á báðum sjónvarpsstöðum eftir atkvæðagreiðsluna um landsdóm. Ég man aðeins eftir að hann "fagnaði" því að hin þrjú þyrftu ekki að fara fyrir dóminn með honum en harmaði niðurstöðuna.

Það er aldeilis ekki það sama og að fagna ákærunni, eins og segir í færslunni. Langur vegur frá. Má vera að minni mitt sé ekki skothelt, en svona held ég að þetta hafi verið.

Haraldur Hansson, 7.10.2010 kl. 22:35

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er rétt hjá þér Haraldur.En það vekur furðu mína að það má ekki á milli sjá hvort íhaldsmenn leggja meir áherslu á að eyðileggja Landsdóm eða að lýsa yfir algeru sakleysi Geirs!

Hvað er ánægjulegra fyrir alsaklausan mann en að fá algera sýknu og endanlega? Eru hinir þrír garmarnir betur settir sem þjóðin er búin að dæma til ævilangrar niðurlægingar en eiga enga von um að fá sýknu eins og Geir?

Árni Gunnarsson, 7.10.2010 kl. 23:19

10 identicon

Axel þú verður að fara rétt með ef þú villt vera marktækur. Geir sagðist fagna því að félagar hanns voru ekki ákærðir, en vera að sama skapi dapur yfir að vera sjálfur ákærður. Ég mundi segja að lítið hefði lagst fyrir Atla komma að geta ekki gert þetta samkvæmt lögum. Hann fékk jú borgað fúlgur fjár fyrir þessa ósvinnu. Það ætti að reka Atla komma.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 23:32

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kastljós  28. september

Geir segir í þessu viðtali að Rannsóknarnefndin hafi fallið í ómerkilegar gryfjur  og ekki tekið mark á hans framburði. Já og Amen.

Geir heldur áfram: Bullið í rannsóknarnefndinni (05:00) hafi svo ratað inn í þingmannanefndina. Atli Gíslason hafi farið með staðlausa stafi í nefndinni en Geir kaus að láta það afskiptalaust og leyfa þeim að grafa sína eigin gröf (05:45) og það mun þá koma í ljós þegar landsdómur kemur saman að ég hafði rétt fyrir mér.

(08:06) Ef einhvern átti að ákæra þá var það ég.

(08:30) Ég treysti Landsdómi og ég hef gott "case"!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.10.2010 kl. 00:15

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ómar, þú ert auðvitað að fara rétt með um fullyrðingar þínar  um þennan Atla komma sem fékk borgað fyrir að ljúga um Geir?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.10.2010 kl. 00:26

13 Smámynd: Einar Þór Strand

Árni Gunnarsson það er Samfylkingin sem eyðilagði landsdóm.

Einar Þór Strand, 8.10.2010 kl. 00:27

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Og sýknar sú ósvinna Geir, Einar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.10.2010 kl. 00:36

15 Smámynd: Hamarinn

Þarna kemur SKÍTLEGT EÐLI sjallanna í ljós.þ

Þeir ÞORA ekki að takast á við SYNDIR sínar, heldur hengja sig í lagatæknileg rök.

Enda hafa þeir SKÍTLEGT eðli.

Það sem er að í íslensku þjóðfélagi   heitir sjálfstæðisflokkurinn

Hamarinn, 8.10.2010 kl. 01:43

16 Smámynd: Hamarinn

Að nota lagatæknileg atriði till að fá sig SÝKNAÐAN er sérgrein aumingjanna ( SJALLANNA)

Hamarinn, 8.10.2010 kl. 01:47

17 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

Er ekki ráð að bíða niðurstöðu áður en menn hefjast við að ata umræðuna skít! AKA (also known as)... Sjáum hvernig þetta verður tæklað áður en við tjáum okkur um það... það er óþarfi að skíta allt úr í skít þegar ekki er búið að ákveða hvort skíturinn er í raun skítur!

Kristinn Svanur Jónsson, 8.10.2010 kl. 03:47

18 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fer ég rangt með það að flestir þekktustu lögmenn Íslands séu sjálfstæðismenn? Hafi ég rétt fyrir mér þá eru svonefndir stjörnulögmenn líka fleiri í þeim klúbbi en utan hans. Reyndar þarf ég ekki að spyrja, þetta vita allir.

Hefur einhver velt fyrir sér ástæðu þess að sjálfstæðismenn leggja alltaf kapp á að fá dómsmálaráðuneytið í sínar hendur við myndun ríkisstjórnar?

Hafa menn gleymt því að dómsmálaráðherra sjalla hristir ekki einu sinni hausinn þegar hann fær dómsúrskurð um að hafa misfarið með vald þegar hann skipaði hæstaréttardómara sem hann treysti?

Sem honum hugnaðist betur en þeir umsækjendur sem valnefndin benti á.

Það er eins gott að hafa allt sitt á þurru í dómskerfinu þegar - ef?

Eigum við sjálfstæðismenn ekki að reyna að vera bjartsýnir á niðurstöðuna í þessu voðalega máli sem Samfylkingin slapp svo vel með fyrir hornið?

En mikið andsk. munaði þar litlu maður; úpps! 

Árni Gunnarsson, 8.10.2010 kl. 13:58

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Árni,  Samfylkingin skeit upp á bak í þessu máli. Ég vona að það svíði lengi undan.

Sjálfstæðismenn hafa verið duglegir að raða ungunum sínum á valda staði í dómskerfinu og margt skondið verið talið vonarpeningnum til tekna, þegar eitthvað skorti á að þeir stæðu öðrum umsækjendum á sporði í kunnáttu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.10.2010 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband