Upp með buxurnar, sýnið smá manndóm

Þjóðaratkvæðagreiðsla um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar er sóun á bæði tíma og fjármunum. Vilji þjóðarinnar er ljós, hann þarf ekkert að kanna frekar.

Það fjarar ört undan ríkisstjórninni þessa dagana. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa í mestalagi nokkrar vikur að hrinda í framkvæmd stefnu sinni og kosninga loforði að stokka upp fiskveiði- og kvótakerfið.

Það er vaxandi krafa í þjóðfélaginu að boðað verði til Alþingiskosninga. Allar líkur eru á því að þá komist Sjálfstæðisflokkurinn aftur til valda, hann hefur minna en engan áhuga á að breyta núverandi gjafakvótakerfi, þó fyrir lægi afdráttarlaus vilji þjóðarinnar til uppstokkunar.

Ef það er raunverulegur vilji þessara níu þingmanna Samfylkingarinnar að umbylta núverandi fiskveiðikerfi þá er tækifærið núna, það kann að vera endanlega úr sögunni komist Sjálfstæðisflokkurinn aftur til valda til að festa það enn frekar í sessi. Hífið upp um ykkur buxurnar og komið ykkur að verki, sýnið smá manndóm, hættið þessari ákvarðanafælni og undanslætti. 


mbl.is Þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur, Axel.

Aðalsteinn Agnarsson, 8.10.2010 kl. 13:43

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Um hvað á að kjósa?

Vilji til að umbylta núverandi fiskveiðikerfi er ekki nóg. Ég myndi fyrir alla muni vilja sjá breytingar á kerfinu til hins betra. En fyrst þarf að leggja fram valkosti sem segja hvernig á að breyta því og hvað á að koma í staðinn.

Á meðan það liggur ekki fyrir er ekki hægt að kjósa um neitt.

Þú nefnir þingmenn Samfylkingar. Í stefnuriti þeirra, "Skal gert", er ekkert fjallað um útgerð og fiskvinnslu en þrjár málsgreinar um kvótann. Svo að sjálfsögðu kafli um sjávarútvegsstefnu ESB, sem byggist reyndar á kvótakerfi.

Svo kom Sáttagjörð um fiskveiðistefnu, sem ber þess merki að hún var soðin saman í flýti, kortéri fyrir kosningar, þegar kratarnir föttuðu að sjávarútvegurinn hafði gleymst í stjórnmálasamþykkt flokksins. Ótrúlegt, en satt. 

Það flokkast undir meiriháttar ábyrgðarleysi að fjalla um eina meginstoð samfélagsins á grunni þessara hugmynda sem eru götóttar, hraðsoðnar, vanhugsaðar og án allrar útfærslu. Niðurstaða sáttanefndar Alþingsins er þó betur unnin, en þar er komist að allt annarri niðurstöðu. Svo um hvað á að kjósa? 

Er ekki komið nóg af fúski? Fagleg vinnubrögð og vandaða stjórnsýslu takk.

Haraldur Hansson, 8.10.2010 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.