Misskilin mannúð

Það er þungur dómur að vera dæmdur til þess að horfa upp á kvalafullt dauðastríð sjúkra ættingja og vera meinað að gera neitt í málinu annað en vona að það taki fljótt af. Sjaldnast rætist sú ósk, því miður og raunar er dauðastríðið í mörgum tilfellum lengt frekar en hitt.

Hún er undarleg þessi mannúð, sem við stærum okkur svo mjög af, og lagaramminn kringum hana. Sá sem uppvís yrði af því áð láta heimilisdýr sitt, vitandi vits, þjást helsjúkt eða dauðslasað í stað þess að „svæfa“  það og lina þannig þjáningar þess, væri kallaður níðingur.

En sá sem linaði þjáningar nákomins ættingja væri kallaður morðingi. Engu breytir þó dauðinn sé orðinn „tímabær“ og óumflýjanlegur, jafnvel aðeins spurning um daga. Það þykir jafnvel ósiðlegt að hugsa í þessa veru.

  
mbl.is Flýtti dauða föður síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Það fá allir í þessum sporum, morfín, svo þú kvelst ekki Axel minn,

lendir þú í þessu.

Aðalsteinn Agnarsson, 9.10.2010 kl. 12:44

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já, já, morfín, góðan daginn!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.10.2010 kl. 12:51

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, ég er sammála þér og gæti nefnt dæmi sem ég sjálf vildi ekki upplifa á eigin dánarbeði.

Aðalsteinn hefur líka rétt fyrir sér; það fá allir morfín í þessum sporum. Gallinn er bara sá að stundum fá sjúklingarnir ekki nógu mikið morfín - það gæti nefnilega drepið þá...

Kolbrún Hilmars, 9.10.2010 kl. 13:01

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innleggið Kolbrún

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.10.2010 kl. 13:09

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þvílík manngæska.. Morfín!

Í stað þess að leyfa fólki að deyja með einhverju slefi af virðingu, þá er fólk látið þjást út í hið óendanlega; svo mikið að það er algerlega ófært að sjá um sig sjálft og er alfarið uppá aðra komið. 

Mannslíkaminn byggir ótrúlega hratt upp óþol gagnvart morfíni (sem og öðrum lyfjum sem eru tekin daglega og jafnvel oft á dag). Á endanum er fólk orðið gjörsamlega rænulaust eða rænulítið yfir allan daginn, en þjáist samt alveg jafnmikið og ef það væri án þess.

En á meðan þeir eru á morfíninu, þá hafa þeir ekki ráð á því að kvarta a.m.k.

Það sjá það allir, sem lenda í svona aðstæðum, að dauðinn er miskunn. Hann er óumflýjanlegur raunveruleiki fyrir hvert mannsbarn. Svo til hvers að rembast við það að halda lífi í einhverri manneskju, sem ER dauðvona og VILL deyja?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 9.10.2010 kl. 14:02

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta Inga. Það undirstrikar fáránleikann, að reynt skuli að halda þeim sjúku meðvitundarlitlu eða meðvitundarlausu til að það missi af eigin dauða að dögum eða vikum liðnum.

Á meðan upplifa aðstandendurnir kvölina af fullum styrk, ekki fá þeir morfín til að lina sína kvöl!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.10.2010 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.