Dularfullur dauðdagi þjóðar?

Það getur greinilega borgað sig að vera dauður, það fékk þessi Indverska kona, sem týndi vegabréfinu sínu, að reyna.  Hún varð af þeim sökum að dúsa á flugvellinum í Muscat í Óman í fjóra daga í reiðileysi. Það var ekki fyrr en hún gaf upp andann sem yfirvöld sáu ástæðu til að gera eitthvað í hennar málum. Þá stóð ekki á því að hjálpa henni að komast til síns heima, þó ekkert væri vegabréfið.

Þetta minnir á ástandið á Íslandi, í það minnsta virðist ríkja fullkomið áhugaleysi stjórnvalda um nauðsynlegar aðgerðir til að fólk geti lifað í þessu landi.

Það getur svo sem verið markmið í sjálfu sér.


mbl.is Dularfullur dauðdagi á flugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Jóhanna bara smellir saman fingrum, þá er þjóðin komin

með frjálsar handfæraveiðar. þetta er ekki flókið!

Nema við verðum dauð áður!!!

Aðalsteinn Agnarsson, 10.10.2010 kl. 20:56

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Frjálsar handfæra veiðar, munu bjarga öllum heiminum.

Eða það a.m.k. þykir honum Aðalsteini Agnarssyni, sem minnist á þær með hverju greinarsvari sínu.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 10.10.2010 kl. 21:18

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Ingibjörg, þær geta bjargað okkur, ef Jóhanna efnir loforð sitt.

Ég verð að reyna, að vekja ykkur, handfæraveiðar er frábær vinna.

Aðalsteinn Agnarsson, 10.10.2010 kl. 21:28

4 Smámynd: Guðmundur Friðrik Matthíasson

Þetta er alveg eins á Íslandi

Guðmundur Friðrik Matthíasson, 10.10.2010 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband