Hálfviti hvað?

Hvaða vandamál er þetta, af hverju er vitinn ekki einfaldlega færður á þak turnsins? Varla er meiningin að hafa þetta svona áfarm. Það væri eini hálfvitaskapurinn.

 
mbl.is Fáviti og hálfviti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

eflaust verður það gert Axel á þinn kostnað

Jón Snæbjörnsson, 20.10.2010 kl. 19:31

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Jón, en er það einhver breyting frá því sem verið hefur. En ég skil ekki hvaða mál þetta er, eru menn að meina að ekki megi reisa hærri byggingar sjávarmegin við Sjómannaskólann bara af því að vitinn var staðsettur þar í fyrndinni?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.10.2010 kl. 19:40

3 identicon

Sæll Axel,einn fullyrti að það þyrfti að breyta sjókortum ef vitinn yrði færður á turnfjandann,veit ekki meir,kveðja.

Kristján Jón Blöndal (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 20:22

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

já það er málið Axel - samkv siglingalögum þá ætti í raun að fjarlægja þetta mein sem reyst var þarna og hýsir nú lögfræðínga á efstu hæð og svo Olís eða Olíuverzlun Íslands á 10 og 11 hæð ef ég man rétt, annað stendur að öllu eða meistu tómt.

Jón Snæbjörnsson, 20.10.2010 kl. 20:43

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég sé ekki að sú breyting yrði stórvægileg Kristján og snúist aðallega um horn innsiglingageislanna. Það hefur ekki þótt stórmál hingað til þótt kortum hafi þurft að breyta af ýmsum orsökum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.10.2010 kl. 20:49

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki yrði ódýrara að rífa húsið en að færa vitann, eru tilfinningarnar nokkuð að spila inn í dæmið Jón?

Ég sé ekki að Sjómannaskólahúsið sé ónýtt þótt vitinn í turninum hætti að gegna sínu hlutverki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.10.2010 kl. 20:53

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Djöfull að mér dytti þessi möguleiki í hug..hehe

hilmar jónsson, 20.10.2010 kl. 21:36

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég hefði helst viljað sjá þetta "gert" í réttri röð Axel - margt gert í svo miklu gerrræði eða græðgisæði að manni svíður að þurfa að láta "leiðarljósin" víkja bara fyrir það eitt.

Sjómannaskólinn er og hefur verið kennileiti sjófarenda og er í raun enn samkv öllum "leiðarlýsingum" til handa sjófarendum - met það ofar glerhúsinu og mörgu öðru - sumt má líka fá að vera í friði Axel

Reykjavík á mikið land austar í bænum - færi kanski betur - smekksatriði þó

Jón Snæbjörnsson, 20.10.2010 kl. 21:44

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Segðu, Hilmar!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.10.2010 kl. 21:51

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þegar mistök eru gerð Jón, þá er bara að leiðrétta þau, bæta úr. Ef menn hefðu viljað viðhalda virðingu og nafni Sjómannaskólans hefði ekki átt að afnema hann og gera hann að deild í öðru apparati.

Ég hef aldrei skilið þennan ótta í Reykjavík að byggja upp í loftið, en vilja þess í stað, af hreinum óþarfara, að þenja borgina upp um allar koppagrundir, sem er til muna dýrara í öllu tilliti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.10.2010 kl. 21:59

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sjómannaskólinn er nú þegar deild í nýju apparati - því þurfa allir að vera á sama stað eða ofaná hvor öðrum - allir vilja helst vera við sjóinn og því er byggt út í sjó þó svo að það sé vitað að sjávarhæð fari vaxandi - allir vilja hafa útsýnið - sumir teljasig eiga það - annars er mig ansk sama hvað þeir gera í Grindavík sem og á Raufahöfn og allt þar á milli í allar áttir.

Lög eru lög - og Siglingarlögin kveða svona um þetta - ekkert sem ég get gert annað en það sama og undanfarið eða að sætta sig við yfirganginn af nokkrum "útvöldum"e ða þannig

Jón Snæbjörnsson, 20.10.2010 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband