Ekki öll sagan sögð

Þetta var hörmulegt slys og ég votta aðstandendum samúð mína. Ljósið í myrkrinu er að litli drengurinn skyldi sleppa ómeiddur og það er vafalaust því að þakka að hann hefur verið í góðum og viðurkenndum öryggisstól.

En eitt hefur vakið athygli mína í töluverðri umfjöllun fjölmiðla um málið. Ekki hefur verið minnst einu orði á afdrif ökumannsins í sendiferðabílnum sem lenti í árekstrinum við bíl þeirra hjóna. Hann hefur líklegast verið Tyrki og spurning hvort það sé ástæða þess að íslenskir fjölmiðlar líta gersamlega fram hjá tilvist hans og afdrifum.

Nú eru fréttirnar hættar að snúast um harmleikinn sem slíkan en farnar að snúast meira um hvað Tyrkneskir fjölmiðlar segja, dálítið dapurt verð ég að segja.


mbl.is Mikið fjallað um íslenska drenginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir.
Það var í fréttum einhversstaðar að farþegi og ökumaður sendibílsins hafi ekki slasast mikið,en það er sama,þetta er fólk líka..

Kristján Jón Blöndal (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 14:18

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef misst af því Kristján, takk fyrir þetta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.10.2010 kl. 14:20

3 identicon

Ég hef að vísu ekki lesið um það á mbl.is né dv.is en það er í nýjustu fréttinni á visir.is

kv. Kristín

Kristín Eva (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 14:24

4 identicon

Já, það er rétt. Mig minnir að í fyrstu eða annari fréttinni sem ég sá hér á mbl.is allavega, hafi komið fram að fólk í hinum bílnum hafi lítið slasast en verið flutt á sjúkrahús.

Annars er ég sammála því að fréttaflutningurinn er orðinn sorglegur núna af þessu máli, þar sem í þessari frétt eru íslenskir fjölmiðlar að fjalla um umfjöllun erlendra fjölmiðla af málinu. Það kemur einmitt mjög oft fyrir að íslenskir fjölmiðlar fjalla um umfjöllun annara fjölmiðla, sem verður að teljast nokkuð sérstakt.

Jón Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 15:18

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þetta er mikilmennskubrjálæði í íslendingum.

Það að drengurinn sé núna munaðarleysingi, og hjón hafi látið lífið er algert aukaatriði. Það að fjallað sé um íslenskan dreng og þar með Ísland er þungamiðjan í svona fréttaflutningi.

Þetta er eins og flugslysið fyrir einum eða tveimur árum, þar sem íslenskur ríkisborgari lét lífið (og yfir annað hundrað aðrir einstaklingar. 

Það að þessi maður hafði ekki stigið fæti á íslenska grundu megnið af sinni ævi og hafði búið eiginlega allt sitt líf í Noregi skipti engu máli. Bara ríkisfangið.

Íslenskum fjölmiðlum hefur oft á tíðum verið algerlega sama um mannslíf, og hafa aldrei haft aðgát í nærveru sálar. Það sem tengist íslendingum og Íslandi beint eða óbeint skiptir þar mestu máli, því við erum mest, best, fallegust, hamingjusömust, heilbrigðust, langlífust, ríkust, æðislegust, frábærust, og eigum fallegast landið og blablablablablablabla.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 22.10.2010 kl. 15:48

6 identicon

...mér finnst einmitt aðalmálið vera það að þetta voru íslendingar. Ef þetta hefði verið "bara hvert annað bílslys" í Tyrklandi hefðum við aldrei frétt af þessu. Ekkert mikilmennskubrjálæði...

Freydís Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 19:23

7 identicon

Krakkar,

   Ég veit að þið eruð öll líklega sjúklingar, en come on, reynið allavega að líta björtum augum á hlutina............, nei annars

Sigurjón (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 19:28

8 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Freydís: Lestu fyrirsögnina. "Mikið fjallað um íslenska drenginn."

Þungamiðja fréttarinnar var um að Tyrkneskirfjölmiðlar veittu honum athygli.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 22.10.2010 kl. 21:11

9 identicon

Ég veit ekki hvað þið eruð að æsa ykkur yfir þessu! Er ekki bara allt í lagi að við fáum að vita að þeir veita geyið barninu athygli? Þó það sé verið að fjalla um það er alls ekki verið að gefa í skyn að það að foreldrar hans hafi látist sé e-ð aukaatriði - það er bara búið að fjalla um það og það vita það allir!

og Axel, já það er rétt sem hinir eru að segja að það var talað um það í upphafi að fólkið í hinum bílnum hafi ekki verið mikið slasað og hafi verið útskrifað samdægurs.

Sandra (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 04:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.