Er þetta hægt Össur?

Árni M. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra hefur verið ráðinn aðstoðar- framkvæmdastjóri Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO með fullum stuðningi  Íslenskra stjórnvalda.

Ráðning Árna væri svo sem ekki  í frásögur færandi ef þessi sami Árni hefði ekki verið einu atkvæði frá því að sitja á sakamanna bekk fyrir Landsdómi vegna embættisafglapa. Var þessi sökunautur Geirs Haarde,  Davíðs Oddsonar, Halldórs Ásgrímssonar og Ingibjargar Sólrúnar eina vonarstjarna Íslenskra stjórnvalda í þetta embætti?

Eru þeir Alþingismenn sem vildu stefna Árna fyrir Landsdóm sáttir við þetta?

Eða er þetta bara gamla Íslenska pólitíkin, sama hvaða ógagn menn vinna landi og þjóð, þá er þeim ýtt upp, aldrei annað en upp og ef svo er, gæti það þá verið aumara eftir það sem á undan er gengið?


mbl.is Árni ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri FAO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband