Njósna Íslendingar um aðra Íslendinga fyrir Bandaríkin?

Það er engin spurning að hér á landi eru stundaðar  víðtækar njósnir um fólk í þágu Bandaríkjanna.  Það er enginn hörgull á fólki hér á landi sem liggur eðli til að sýna Bandaríkjunum meiri hollustu en eigin landi.  

Engin veit hvað svokölluð greiningadeild gerir og hvaða hlutverki hún í raun þjónar.  Þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt því njósnir um Íslendinga í þágu Bandaríkjanna og NATO hafa lengi viðgengist hér á landi.

Hver man ekki eftir fréttum um símahleranir undanfarna áratugi hjá vinstri mönnum, jafnvel þingmönnum og ráðherrum, sem ekki voru taldir nægjanlega hollir vinum okkar í vestri að mati þess fasista sem lengst af stjórnaði lögreglunni.

Hvað er það kallað þegar menn setja hagsmuni erlends lands ofar sínu eigin? Man það einhver?

 
mbl.is Víðtækar njósnir Bandaríkjamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Forvitni?

Björn Birgisson, 4.11.2010 kl. 19:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já, ætli það ekki Björn, þegar svona hallar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.11.2010 kl. 19:55

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Landráð.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.11.2010 kl. 01:42

4 identicon

En Kína? En Saudi Arabíu? En Evrópubandalagið? En Ísrael? En Rússland? Heimurinn byrjar ekki og endar við landamæri Bandaríkjanna og mikilvægi þeirra í heiminum fer dvínandi. Hér hefur venjulegt fólk sem iðkar vissa tegund af Kínverskri leikfimi lent í  veseni áður en leiðtogar Kína koma í heimsókn. Þangað til haft var samband héldu þau þetta sitt einkamál, sem enginn vissi af nema örfáir vinir og kunningjar. Verið ekki með einfeldni drengir.

Duh (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 03:14

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Njósna Íslendingar um aðra Íslendinga, fyrir aðra Íslendinga?

Guðmundur Ásgeirsson, 5.11.2010 kl. 20:28

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ja, þegar stórt er spurt Guðmundur verður fátt......., hver er útgangspunkturinn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.11.2010 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.