Verða skattar lækkaðir...

...á afgangsstærð landsins, sem almennt er kölluð landsbyggðin, þegar opinber þjónusta þar verður ekki orðin nema svipur hjá sjón miðað það sem gerist á forgangssvæði landsins, sem almennt er kallað höfuðborgarsvæðið?

Eða á landsbyggðarfólkið, sem verður hornreka í eigin landi nái þessi niðurskurðarhryllingur fram að ganga, einnig að dreypa á þeim beiska kaleik að vera gert að greiða heilbrigðisþjónustuforgangi aðalsins á stór-Reykjavíkur svæðinu, fullu verði ofan á eigin niðurlægingu?

  


mbl.is Samstaða um jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ætli verði til mikið af gjaldeyri á landsbyggðinni á hverju ári?

Kristján blöndal (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 22:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef hingað til haldið Kristján, að megnið að tekjunum þjóðarinnar verði til á landsbyggðinni. Ekki verða þær til í Kringlunni eða Smáralindinni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.11.2010 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband