Svei þér Bush

TortureDevices-ePyntingar við yfirheyrslur hafa þann augljósa kost  að oftast er hægt að ná fram þeim upplýsingum sem yfirheyrendurnir sækjast eftir á skjótan hátt.

En þessi yfirheyrsluaðferð hefur þann leiða ókost að upplýsingarnar og játningar sem fanginn gefur eru ekki endilega sannleikurinn sem slíkur, heldur aðeins sá „sannleikur“ sem kvalararnir vilja heyra hverju sinni.

Það væri vandalaust með þessum aðferðum að fá Bush karlinn til að játa að hann hefði krossfest Krist og CIA væri eflaust tilbúið að trúa því, henti það hagsmunum Bandaríkjanna.

   


mbl.is Bush heimilaði vatnspyntingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhann Axel,  ef  þú   heldur   að   pyntingatólin  sem  þú  birtir  þarna  teikningar  af   efst  séu   fallin   í   gleymsku   og   dá   þá  ættirðu   að   lesa  bókina  ,,Saudi  Babylon".   Þetta   er   flest   enn  í   notkun  þar.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 21:44

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Og bara þar Skúli?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.11.2010 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband