Styrkja Guddi verður sér til skammar!

Ríkisstjórnin og bæjarstjórnir á Suðurnesjum tóku höndum saman í dag að ryðja úrbótum í atvinnumálum svæðisins braut. Það var ánægjulegt að heyra þann samhljóm sem var í Árna Sigfússyni bæjarstjóra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í Kastljósinu áðan. Við vinnum okkur ekki  upp úr kreppunni nema menn beri gæfu til að leggja pólitískan ágreining til hliðar, snúi bökum saman og rói að sama markmiði.

Þeir voru óvenju aumlegir Sjálfstæðismennirnir á Alþingi í dag og urðu sér illa til skammar því þeir höfðu ekkert annað til málana að leggja en háð og spott. Það var athyglisvert að þar fór styrkja Guddi, með öll sín óuppgerðu mál, fyrir lúðaliðinu og sló hvert vindhöggið eftir annað í misheppnaðri tilraun sinni að vera fyndinn. 

Það er greinilegt að Sjálfstæðismenn ætla  engu að breyta, þeir ætla áfram að þvælast fyrir úrlausnum og umbótum af þeirri ástæðu einni að þær eru ekki á þeirra forsendum.  Getur skömm formanns og þingflokks Sjálfstæðisflokksins orðið öllu meiri?

Þetta er nú auma helvítis liðið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Aumt er að sjá hvernig valdaleysið breytir bjánum í fábjána.

Björn Birgisson, 9.11.2010 kl. 21:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Satt mælir þú, Björn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.11.2010 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.