Getur einhver nefnt eitt atriði,...

...aðeins eitt atriði sem Gnarinn vælir ekki eða kvartar yfir?

Mikið djöfull reynir þessi maður stöðugt að pirra og þreyta fólk á öllum sköpuðum hlutum.

Ég var jákvæður í fyrstu fyrir Gnarinum, vildi gefa honum séns, en andskotinn hafi það, það er engu líkara en hann reyni hvað hann getur að fá sem neikvæðasta umfjöllun.


mbl.is Kvartar yfir rafbílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já það er engu líkara eða hann sé eitthvað lasinn:)

Kveðja af Stafnesinu.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.11.2010 kl. 10:18

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Er það rangt ályktað að utanbæjarmönnum virðist mest í nöp við borgarstjórann í Reykjavík?  Og þá væri gaman að vita hvað veldur. Er það skortur á húmor eða minnimáttarkennd sveitavargsins?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.11.2010 kl. 10:32

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæl Silla, ég óttast að fari sem horfir, að honun endist ekki örendið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2010 kl. 10:32

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er misskilningur Jóhannes að mér sem utanbæjarmanni sé í nöp við borgarstjórann. Ég tók það fram í færslunni að ég hefði verið jákvæður í garð borgarstjórans og hafði raunar í fyrri færslum gert það sama.

En þú stjórnar ekki bæjarfélagi á húmor einum saman, það þarf meira til, það hljóta allir að sjá. Hvað þarf hátt hlutfall borgarbúa að líka húmor borgarstjórans svo hann nýtist sem stjórntæki? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2010 kl. 10:41

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Reykjavík stjórnar sér sjálf. Menn þurfa ekkert að hræðast að Jón Gnarr verði einhver einræðis brjálæðingur. Ergelsi þitt yfir einhverjum fésbókarfærslum segja meir um þitt geðheilbrigði heldur en borgarstjórans.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.11.2010 kl. 10:55

6 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Jóhannes..Einhverjar fésbókarfærslur eru ekki sama og einhverjar fésbókarfærslur:) Sem borgastjóri veit Gnarr að allt sem hann skrifar getur endað sem frétt í fjölmiðlum..Ég held að engin fjölmiðill hafi áhuga á mínum færslum t.d. Og ég er mjög sátt við það..en ég er ekki opinber persóna!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.11.2010 kl. 11:11

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Til hvers er þá rándýrt borgarstjórnarapparat ef borgin stjórnar sér sjálf? Ertu svona einfaldur Jóhannes? Hvað mitt geðheilbrigði varðar þá er ég lítt dómbær en mér er sagt að ég sé ekki verulega truflaður, svona yfirleitt!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2010 kl. 11:13

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt innlegg Silla.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2010 kl. 11:14

9 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

En til að snúa öllu á haus nágranni, þá setti ég færsluna þína á mína fésbók svo nú geta enn fleiri skoðað það sem þú skrifar um Gnarrinn skælandi:):)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.11.2010 kl. 11:37

10 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sigurbjörg, Ég held að Jón gnarr geri sér vel grein fyrir að hann er opinber persóna ólíkt til dæmis Hrannari B. Sú staðhæfing að Reykjavík stjórni sér sjálf á rætur að rekja í stólakenningunni sem gengur út á að það er sama hver situr í stólnum. Aðferðirnar breytast ekkert. Besti flokkurinn sannar þessa kenningu því miður.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.11.2010 kl. 11:59

11 identicon

Bestiflokkurinn sannar ekkert annað en hjarðhegðun þeirra sem standa honum næst. Að fylgja foringjaunum í blindri trú á  að brandararnir leysi öll mál borgarinnar. Því miður er þetta ekkert fyndið lengur og svo löngu hætt að vera það. Borgarstjórar hver sem það er þurfa að skapa sér ákv. virðingu. Þessum borgarstjóra hefur alveg mistekist í þeim efnum sem og í flestum þeim málum sem borgina varðar. Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 12:45

12 identicon

Var bloggari virkilega að kvarta yfir einhverjum sem kvartar mikið.... hahahahaha - Góður þessi!

CrazyGuy (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 13:40

13 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Er þessi rafbíll þá vælubíll?

Hvað er númerið?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 14.11.2010 kl. 14:48

14 Smámynd: Sævar Einarsson

Axel, á ég að hringja í vælubílinn fyrir þig ? CrazyGuy *high 5*

Sævar Einarsson, 14.11.2010 kl. 15:04

15 Smámynd: Sævar Einarsson

Alveg ótrúlega þunnt og biturt fólk hér sem étur upp allt sem Jón Gnarr segir og skrifar bókstaflega og er líka farið að gera honum upp tal og skoðanir. Hefðuð þið séð Hönnu Birnu labba á fundinn ? eða aðra borgarstjóra per se ? i don't think so, það hefi verið hringt á leigubíl. Hefur hvarflað að einhverjum ykkar að kannski var eina ástæðan fyrir því að hann tekur svona til orða að hann hafi þurft að útskýra það að ástæðan fyrir því að hann mætti of seint er að hann þurfti að labba eins og hálfviti, en að labba eins og hálfviti er ekki BÓKSTAFLEG meininging heldur tekið svona til orða. Hefur enginn ykkar lent í að vera bensínlaus eins og hálfviti, misst af strætó eins og asni og svo framvegis ? mikið svakalega eru þið fullkomið fólk ...

Sævar Einarsson, 14.11.2010 kl. 15:13

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Auðvitað hefði Hanna Birna ekki labbað á fundinn Sævarinn, var einhver að tala um það? En ég er viss um að Hanna Birna hefði aldrei íhugað að skipta um bíl þótt það hefði sprungið dekk, hvað þá sagt það upphátt. 

Svo hefðu flestir borgarstjórar aðrir bara tekið símann upp úr vasanum þegar sprakk og hringt á leigubíl, en Gnarrinn kaus þess í stað að labba eins og hálviti, eins og hann orðar það sjálfur. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2010 kl. 15:34

17 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Mikið ofsalega er fólk viðkvæmt fyrir því að Jón Gnarr sætir gagnrýni..

Eins og hann eigi að vera yfir aðra hafna í pólitíkinni, bara af því að þetta átti að vera grín.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 14.11.2010 kl. 15:52

18 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gott innlegg Ingibjörg..á Gnarr virkilega að sæta einhverri sér meðferð..ekki fékk Ólafur borgarstjóri hana;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.11.2010 kl. 16:06

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er raunar bráðsnjöll aðferðarfræði í pólitík Inga. Allt, alveg sama hvaða vitleysa eða klúður kemur upp, verður sagt hafa verið grín þó enginn hafi fattað að um grín hafi verið að ræða, fyrr en gefin hefur verið út opinber tilkynning þar um.

OK!  Þetta var þá bara grín, segja þá allir, en sniðugt og málið er dautt. Næsta grín gjöra svo vel.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2010 kl. 16:23

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er hræddur um Silla, að beðið hefði verið um vottorð ef Ólafur hefði svo mikið sem nefnt orðið grín um sínar embættisfærslur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2010 kl. 16:27

21 Smámynd: hilmar  jónsson

Lengri sjens Axel, lengri sjens..þetta er allt að koma..

hilmar jónsson, 14.11.2010 kl. 16:50

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já ég er alveg til í það Hilmar að gefa Jóni Gnarr lengri séns að sanna sig við stjórn borgarinnar. En hann verður þá að fara að snúa sér að stjórn borgarinnar og hvíla sig á gríninu í bili.

Hefurðu tekið eftir því hvað hefur farið lítið fyrir Samfylkingunni í þessu samstarfi. Það er engu líkara en þeir forðist að láta sjá sig uppi á dekki meðan skipstjórinn grínast.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2010 kl. 17:12

23 identicon

Ólafur F. þurfti að skila læknisvottorði um hæfi sitt til að gengna embætti borgarstjóra. Er ekki kominn tími á að núverandi borgarstjóri geri slíkt hið sama?

Svo er eitt alveg merkilegt með Besta að í hvert skipti sem að borgarstjóra ómyndin er gagnrýnd þá dúkkar nafn Hönnu Birnu upp. Halda málsvarar og varðhundar Besta að það séu bara sjálfstæðismenn sem eru óánægðir með embættisfærslur og fram komu borgarstjórans. Nei við erum úr öllum flokkum jafnvel kjósendur Besta eru sumirhverjir farnir að læðast  með veggjum. Sem íbúi í Reykjavík þá skammast maður sín fyrir þennan borgarstjóra. 

Það hefur mörgu gríninu og heimskupörunum verið snúið uppá Hafnfirðinga, en þeir voru ekki einu sinni svona vitlausir að koma fram með svona framboð sem Bestiflokkurinn er. Gs  

Guðlaugur (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 17:15

24 identicon

Tek undir með Guðlaugi, ég kaus Gnarr og sársé eftir því núna. Þetta læt ég mér af kenningu verða og mun héreftir -aldrei -taka kosningu léttilega.

Adeline (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 17:49

25 Smámynd: hilmar  jónsson

Já Axel, stjórna þeir ekki öllu, svona á bak við ?

hilmar jónsson, 14.11.2010 kl. 17:57

26 identicon

Kæri Guðlaugur. Jón Gnarr er ANARKISTI, og hefur alltaf verið og verður alltaf anarkisti, og allar hans gerðir aðeins byrjunin. Hann er frelsiselskandi maður og er hér til að boða frelsi. "Hjörðin" í kringum hann er anti-hjörð, sem rís ekki bara gegn öllum hjörðum, heldur hjarðeðlinu ofan í kjarna og kviku. Þetta fatta allir djúpvitrir og greindir menn. Vanvitar kvabba bara einhverja steypu og kjósa sinn fjórflokk sem sauðirnir sem þeir eru.

Gunnar (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 18:01

27 identicon

 Jón Gnarr er maður sem hefur húmor fyrir sjálfum sér, og þykir gaman að gera grín að sjálfum sér, en það er einkenni allra sem hafa efni á því, og vinsælla manna almennt. Aðeins þeir sem hafa lítið til brunns að bera henda aldrei gaman að sjálfum sér. Þegar Jón segist hafa þurft að "labba eins og hálfviti", þá er hann að henda góðlátlegt grín að sjálfum sér, fyrir að hafa ekki hugsað betur út í bílamálin sín. Hann er ekki að meina að fólk sem labbar sé hálfvitar, enda er maðurinn mjög mikill umhverfisverndarsinni, líklega einn mesti umhverfisverndarsinni Íslands

Jón Gnarr sjálfur og öll klíkan í kringum hans er annars einmitt mjög þekkt fyrir að labba og hjóla. Jón sýnir öðrum þá virðingu að tala ekki við þá sem vanvitar væru, heldur gerir bara ráð fyrir að fólk með yfir 90 greindarstig hljóti nú að fatta hvenær hann er að grínast. Svo er maðurinn þjóðþekktur og allir vita hann er umhverfisverndarsinni.

Ísbjörn (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 18:02

28 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þeim fer stöðugt fjölgandi, sem áður fannst Jón Gnarr og Besti flokkurinn vera fyndnir og skemmtileg tilbreyting í stjórnmálaflóruna, en eru nú orðnir dauðleiðir á vitleysunni.

Þetta geta allir séð ef þeir fylgjast eitthvað með fjölmiðlunum og blogginu. Þeir fáu áhangendur þess óhæfa sem enn eru eftir, eru hins vegar viðkvæmustu fylgjendur stjórnmálaflokks sem um getur í stjórnmálasögunni.

Þeir ausa allt og alla skít og svívirðingum, en þola ekki að andað sé á þá sjálfa og átrúnaðargoð þeirra.

Axel Jóhann Axelsson, 14.11.2010 kl. 18:49

29 Smámynd: Sævar Einarsson

Ætla að vona að þú sért ekki eins og Axel Jóhann Axelsson sem er bara með

eina ríkisskoðun, fannst hann vera sjálfstæðismaður að sjá en er bara kommi af

verstu sort, en hér er það sem ég skrifaði á bloggið hans

http://simnet.is/freebsd/misc/axel.axelsson.blog.is.png og

http://simnet.is/freebsd/misc/sorglegur.axelaxelsson.blog.is.png

Sævar Einarsson, 14.11.2010 kl. 19:51

30 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sævarinn, á þessari síðu eru innlegg ekki ritskoðuð og á engan er lokað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2010 kl. 20:13

31 Smámynd: Heiðar Sigurðarson

Komið þið sælir og sælar.

Ég hef fylgst dálítið með skrifum Axels Jóhanns Axelssonar og er af þeim lestri orðinn nokkuð viss um að maðurinn er ekki vel gefinn. Ég ætla ekki að taka svo sterkt til orða að hann sé beint illa gefinn eða vangefinn, en vitið hefði vissulega mátt vera mun meira og sellurnar fleiri. Nokkuð ljóst er að meirihlutinn af þeim hefur skolast burt þegar hann álpaðist inn á heilaþvottastöð íhaldsins á sínum tíma líkt og fleiri. Því er nú verr.

Með kveðju og kærri þökk.

Heiðar Sigurðarson, 14.11.2010 kl. 20:42

32 identicon

Jón er bestur.

Kári (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 21:04

33 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lokasetningin í athugasemd minni nr. 28, á vel við þá Sævarinn og Heiðar Sigurðsson.

Þvílík andans stórmenni.

Axel Jóhann Axelsson, 14.11.2010 kl. 23:32

34 identicon

Ekki hægt að lýsa því betur, Axel.

kv Guðlaugur

Guðlaugur (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 23:59

35 identicon

Ég kaus Gnarrinn og óttaðist á sínum tíma að hafa gert mistök og hann hefði látið loddarann Dag og fleiri plata sig. En ég sé núna, veit, finn og treysti að Jón er búinn að sjá í gegnum fagurgalana sem reyna að spilla honum, blekkja og villa um fyrir honum, stela frá honum sviðsljósinu, eða sverta það bak við tjöldin. Ég er glaður að hafa kosið góðan mann sem ekki er unnt að spilla.

Besti (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 00:41

36 Smámynd: Heiðar Sigurðarson

Er Sjálfstæðisflokksdindillinn Axel Jóhann Axelsson enn með derring? Skelfing leiðast mér svona besserwissar. Þykjast vera með allt á hreinu en eru þjáðir af rörsýni, fordómum og eiginhagsmunum sníkjudýranna í samfélaginu.

Heiðar Sigurðarson, 15.11.2010 kl. 07:22

37 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Besti, það eru allir falir.

Það er enginn sem ekki er unnt að spilla.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 15.11.2010 kl. 08:11

38 Smámynd: Mofi

Er það Jóni að kenna að fjölmiðlar veiti honum athygli? 

Mofi, 15.11.2010 kl. 10:35

39 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú telur sem sagt Moffi, að hátterni Jóns til orðs og æðis sé ekki til þess fallið að draga athygli fjölmiðla að honum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.11.2010 kl. 12:28

40 identicon

Heiðar, þú gerir þér grein fyrir að það sem þú ert að skrifa er ekki beinlínis til að auka álit nokkurs manns á sjálfum þér. Það er eins og þú hafir gert ad hominem að persónulegum trúarbrögðum. Þegar aðrir sjá "rökvilla" sérð þú "tækifæri". Ég var að spá í að linka á wikipedia greinina um "ad hominem", en ég er hræddur um að þú myndir fá úr honum.

Fyrir mitt leyti finnst mé húmorinn hjá Gnarrinum vera orðinn frekar þunnur.  Að hlæja að borgarstarfsmönnum fyrir að vera leiðinlegir, til dæmis, er alveg að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.

Ef húmorinn er lélegur er óþarfi að verja hann. Og þegar húmorinn er farinn, er þá eitthvað eftir?

Danni (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 12:29

41 Smámynd: Heiðar Sigurðarson

Nei, ég held satt að segja að ummæli mín um Axel verði mér mjög til framdráttar og álitsauka enda bara sagður sannleikurinn í þeim.

Heiðar Sigurðarson, 15.11.2010 kl. 19:33

42 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Skíturinn og viðbjóðurinn sem vellur út úr Heiðari skaðar engan nema hann sjálfan, enda er hann orðinn fastur í sínum eigin drullupytti miðjum og enginn mun kasta björgunarhring til hans.

Axel Jóhann Axelsson, 15.11.2010 kl. 22:13

43 Smámynd: Heiðar Sigurðarson

Kæri Axel. Geturðu fyrirgefið mér. Ég ætlaði ekki að segja þetta. Það er bara þannig að þegar ég er fullur þá segi ég alls konar um fólk sem ég meina ekkert, eiginlega bara til að móðga það. Þannig er ég bara að leyna minni eigin öfund og minnimáttarkennd gagnvart fólki sem ég veit að er mér fremra að öllu atgervi svo og vitsmunalega.

Staðreyndin er sú að ég dái þig og elska sem þú værir hjartans bróðir minn eins og Kristur boðar okkur mönnum að gera í bókinni helgu.

Geturðu fyrirgefið mér hin illu orð mín í þinn garð.

Ég veit þú ert:

Sérlega skemmtilegur.

Rökviss

Réttlátur og réttsýnn

Sanngjarn

Fordaumalaus

og gáfaður.

Þinn vinur og bróðir besti í trúnni,

Heiðar Sigurðarson, 16.11.2010 kl. 00:51

44 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

"Þannig er ég bara að leyna minni eigin öfund og minnimáttarkennd gagnvart fólki sem ég veit að er mér fremra að öllu atgervi svo og vitsmunalega."

Þarna hlýtur þú að vera að meina nánast hvern einasta mann í landinu.

Axel Jóhann Axelsson, 16.11.2010 kl. 10:02

45 Smámynd: Sævar Einarsson

Axel Jóhann Axelsson, hæst bylur í tómri tunnu og á það afar vel við þig, þú hagræðir svörum við bloggfærslum eftir þínu höfði(svo það líti út sem þú sért sá sem vitir svörin við öllu), hvernig er hægt að taka mark á svoleiðis ? það er bara ekki hægt, þú ert þinn versti óvinur.

Sævar Einarsson, 16.11.2010 kl. 14:44

46 Smámynd: Sævar Einarsson

Heiðar Sigurðarson fær 10 af 10 mögulegum fyrir þessa dásamlegu kaldhæðni nr 43

Sævar Einarsson, 16.11.2010 kl. 14:48

47 Smámynd: Kommentarinn

Ef ekki væri fyrir jákvæðnisblogg Axels þar sem jafnframt kemur fram skellegg og málefnaleg gagnrýni á X-Æ harðstjórnina þá væri Reykjarvíkurborg föst í skuldafeni og við þyrftum að horfast í augu við gjaldskrárhækkanir orkuveitunnar og bullandi niðurskurð hjá borginni.

Takk Axel ;)

Kommentarinn, 16.11.2010 kl. 17:38

48 Smámynd: Kommentarinn

ATH að orðið skeleggt öðlast því sterkari merkingu eftir því sem L-in eru fleiri í orðinu... 

Kommentarinn, 16.11.2010 kl. 17:40

49 identicon

Orð dagsins

Indislegt

Takk kæru landar á þessum umræðum á með og á móti, það fær mann sem bír hér í Austur austri til að velta sér upp úr svo mörgum möguleikum sem hann hélt að væru ekki möguleikir. Takk Takk Öll

Guttormur (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 17:56

50 identicon

Ég kommentaði á síðu Axels Jóhanns Axelsonar og hann bara henti mér út 2svar og setti bann við minni tölvu?? Hvað er til Ráða?

kv

Guttormur

Guttormur (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 19:46

51 identicon

Ef þið pælið í því þá er Axel Jóhann Axelsson örugglega að vinna hjá orkuveituni með frítt internet hjá borgini enda er hann á bloginu allan daginn. Svo er hann bara svona copy paste gæi, þannig að fáir nenna að lesa hans skrif vegna þess að það er svo lítið orginal skrifað frá honum.

En bestu kveðjur

Guttormur

Guttormur (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 20:06

52 identicon

Já, hann er magnaður hann Axel Jóhann Axelsson og líklega búinn að slá útstrokunar- og bannmetið á blogginu.

Ekki Axel (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 20:45

53 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Er þetta að breytast í einhvern vettvang fyrir einelti?

Get ekki sagt að ég sé mikill aðdáandi hans Axels Axelssonar, en þetta fer að verða gott, held ég bara.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 16.11.2010 kl. 21:25

54 identicon

Já það er ekki fallegt að ráðast að persónu fólks með neinum hætti, það er heilbrigt og gott að rökræða en fólk þarf þá að kunna að gera það án þess að fara útí persónuníð- sama hvernig svo sem manneskjan er eða kemur fram.

Adeline (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 23:51

55 identicon

Nei, auðvitað er ekki fallegt að níðast á fólki, en ég lít nú á það sem hér hefur verið skotið að Axel bara litla innborgun fyrir allt það ljóta sem hann er búinn að segja um annað fólk á sínu bloggi. Svo þegar einhver bendir honum á eigin persónuárásir á blogginu hans þá strokar hann ummælin bara út og lokar á viðkomandi þannig að hann geti ekki tjáð sig meira.

 Axel ætti skilið að vera látinn borða heila sápu fyrir sinn munnsöfnuð um annað fólk og mér finnst ekkert skrítið þótt fullt af fólki langi til að sparka í hann til baka fyrir öll þau spörk sem hann er búinn að útdeila á sínu bloggi.

raggi (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 01:23

56 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessi gagnrýni á nafna minn Axelsson í athugasemdum hérna væri skiljanleg ef bloggið hefði fjallað um hann. Svo er ekki, færslan var um borgarstjórann í Reykjavík, en auðvitað eru allir búnir að gleyma því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.11.2010 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.