Kúnstin ađ breyta rómantík í hverfislegt ógeđ!

Kamínur geta veriđ skemmtileg tćki, skapađ góđa stemningu jafnvel rómantík, ţegar ţannig háttar til á tyllidögum og  hátíđum. Ef ţessi tćki eru notuđ í ţeim tilgangi eingöngu, er ekki margt viđ ţau ađ athuga.

En ţegar fólk fer ađ nota ţessar grćjur til upphitunar á húsum sínum ţar sem völ er á, eđa gert ráđ fyrir, öđrum umhverfisvćnni orkugjöfum fer skörin ađ fćrast upp í bekkinn.

Ţví miđur voru fyrrum nágranar mínir á Skagaströnd ekki svo heimskir, eins og fólkiđ í fréttinni, ađ vita ekki ađ kamínur á auđvitađ ađ tengja viđ reykrör áđur en kveikt er upp í ţeim. Stađfestingu á ţeirri skynsemi kamínueigendanna fengum viđ nágrannarnir daglega, á miđur skemmtilegan hátt. 

Reykur nágrannanna skilađi sér skilmerkilega upp um reykháfinn ţeirra, en virtist hafa sömu náttúru og reykurinn hans Kains forđum, ađ vilja ekki upp í loftiđ,  en hafđi ţess í stađ ţá leiđu tilhneigingu ađ leita inn um opna glugga nćstu húsa.

Kaldhćđnin í málinu var ađ fyrirvinnan á heimili kamínunágranna minna vann í Blönduvirkjun viđ framleiđslu rafmagnsins sem m.a. er notađ til upphitunar á  flestum heimilum á Skagaströnd. Ţađ var umtalađ ađ nágrannar mínir tímdu ekki ađ kaupa rafmagniđ til upphitunar, sem mađurinn, ţó hafđi laun sín af ađ framleiđa,  en kyntu ţess í stađ meira og minna međ brenni sem ţau fengu frítt.

Klögumál streymdu til sveitarstjórnar, sem á einhvern óskiljanlegan hátt kom sér hjá ađ taka á málinu, ţrátt fyrir ađ aldrei hefđi veriđ sótt um leyfi fyrir reykröri á umrćddu húsi. Ţannig virtist réttur rykframleiđendanna ná međ formlegum hćtti inn á lóđir okkar nágrannana og alveg upp ađ  opnanlegum fögum og ţar, og fyrst ţar,  byrjađi réttur okkar hinna, sem virtist ađallega felast í ţví vali ađ hafa alla glugga kirfilega lokađa,  ćtti húsiđ ekki ađ lykta eins og brunarústir ţegar fólk kćmi heim úr vinnu á kvöldin.

Ţeir sem voru áhćttufíklar hengdu ţvott á snúrur. 


mbl.is Kúnstin ađ kveikja upp
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţú ert skemmtileg týpa eins og fleiri smábćjarbúar landsins. Náungakćrleikurinn blómstrar norđurundir Skaga. Ţađ sem gleymdist ađ ţýđa í fréttinni, er ţađ fréttnćma. Ţađ verđur ađ brenna vel ţurran eldiviđ og má ekki brenna rusl, dagblöđ eđa blautar spýtur. Ţađ er ţađ sem skapar ólykt og orsakar svifryk. Ţetta er allt í: aftenposten.no . Góđur vel ţurr eldiviđur svo sem birki veldur sáralítilli lykt og brennur nánast sót og reyklaust. Íslendingar notuđu lengst af olíu og kol og fáir kunna til verka međ kamínur. Norđmenn jafnvel búnir ađ gleyma kúnstinni. Til ađ ţađ borgi sig ađ hita hús međ viđi ţarftu ađ eiga skóg. Eldiviđarpoki kostar yfir 3000. kr svo Blönduvirkjunar nágranni ţinn hefur brennt einhverju öđru. Rekaviđur eyđileggur alla ofna og rör úr málmi svo nú er bara ađ rćkta garđinn sinn, jafnt á Skagaströnd ,sem í Grindavík, ţar sem fiskur er undir steini. Rafmagniđ fer hvort eđ er í ál og útlendinga, niđurgreitt.

XO (IP-tala skráđ) 24.11.2010 kl. 00:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband