Hvað eru 30.000 rúmmetrar á milli vina?

Í blíðunni undanfarna daga hafa verið fjarlægðir 30.000m3 af sandi úr Landeyjahöfn. Þetta er feikna mikið magn efnis og samsvarar teningi sem er 31 metri á kannt, eða nálægt því magni efnis sem kemur upp úr grunni  120 til 150 meðal einbýlishúsa.

Hvað er búið að moka miklu magni upp úr Landeyjarhöfn frá upphafi og hvernig er það í hlutfalli við aðrar hafnir á landinu?

Það væri gaman að fá úttekt og samanburð á þessu.

Það kæmi mér ekki á óvart þótt dýpkun Landeyjahafnar hafi þegar toppað það magn sem hefur verið mokað upp úr öllum öðrum höfnum landsins til samans á ársgrundvelli að meðaltali, undanfarna áratugi.

Ef þannig háttar, væri það eitt umhugsunarefni, þótt ekki komi annað til.   

 

 


mbl.is Nýtt dýpkunarskip til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Finnst þér þetta mikið magn? Iss, þetta er rétt að byrja! Legðu saman tölurnar eftir 20 ár og þá steinlíður yfir þig!

Björn Birgisson, 26.11.2010 kl. 18:14

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er mikið magn frá síðasta mokstri, þótt lítið verði á heildarbasís, ekki satt Björn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.11.2010 kl. 19:05

3 Smámynd: Björn Birgisson

1/2 Sahara?

Björn Birgisson, 26.11.2010 kl. 19:37

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki veit ég það Björn, en er þetta ekki alltaf sami sandurinn sem þeir moka úr höfninni eins og í grínsögunni frá Kleppi þar sem sjúklingarnir voru látnir moka sandi af lóðinni í fötur og bera sandinn upp á háaloft og hvolfa úr fötunum þar. Þaðan rann sandurinn aftur niður á lóðina. Þegar sjúklingarnir föttuðu trixið töldust þeir, í sögunni, heilbrigðir hæfir til útskriftar.

Það virðist enn vanta töluvert á að talsmenn, hönnuðir  og aðrir velunnarar Landeyjahafnar útskrifist úr sínu rugli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.11.2010 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.