Já er það tilfellið?

Er það ekki magnað að það skuli aðeins taka vísindamenn nokkur ár að komast að sömu niðurstöðu og brjóstvitið og heilbrigð skynsemi segir venjulegu fólki?

 
mbl.is Kjöt og mjólk úr klónuðum kúm í lagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli þetta sé ekki sama kjaftæðið og þegar menn „komust að því“ að lífrænt ræktað er bara ekkert hollara en fæði ræktað með tilbúnum áburðum og skordýraeitri? Því það var aldrei spurningin. Spurningin var hvort að lífræn ræktun sé hollari fyrir vistkerfið í heild sinni. Þ.e. umhverfisvænni, betri fyrir arfstofna nytjaplantna og betri fyrir það vilta dýra og plöntulíf sem er nálægt náttúrunni. En með því að staðfesta vísindalega að lífrænt ræktað fæði væri ekkert hollara fyrir mennska neytendur þá var þar með lokað á spurninguna um hvort þetta væri betra fyrir vistkerfið. „Þar sem þetta er ekkert betra fyrir mig prívat þá er algjör óþarfi að kaupa þetta“ og „fyrst þetta er ekkert betra fyrir kaupendur, þá er algjör óþarfi að framleiða þetta“ og þar með óþarfi að ræða þetta meira.

Það sama er að gerast með kjötmarkaðinn núna. Það á að loka spurningunni um mannúðlega meðferð á dýrum með því að álykta að það sé ekkert óhollara að borða klónuð dýr heldur en dýr fædd og getin með eðlilegum hætti. En það var aldrei spurningin. Fólk er ekkert hrætt um sína eigin heilsu sem er á móti svona búskap. Það setur spurningamerki við hvort þetta sé réttlát meðferð á dýrum.

Rúnar Berg (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 11:01

2 identicon

Þetta blogg er djók.

Helgi (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband