Er Framsóknarfjósið endanlega flutt í 101 Reykjavík?

Það er greinilegt að allur bænda- og höfðingjabragur er farin af leyfum Framsóknarflokksins sem enn hokrar í einu horni Alþingis. Því nú þegar öllum rjómanum af aðstoð AGS hefur verið fleytt ofanaf fötunni og undanrennan ein er eftir, vilja þessir Framsóknargarpar, sem enn hokra á þingi, standa upp og segja takk fyrir veitingarnar og vísa bjargvættinum á dyr.

Slík var ekki gestrisnin í Framsóknarsveitunum forðum, en nú þegar fulltrúar bændaflokksins, sem fyrr á tíð vissi reisn sína og virðingu meiri, eru öll pappírsdýr af mölinni eða R101 er ekki von á góðu.

Enda sýnir það sig.

Hreyfingunni er vorkunn, þeir hafa hvort eð er aldrei vitað, hvort úr hægri spenanum til vinstri, komi mjólk eða rjómi.

  


mbl.is Vilja efnahagsáætlun án aðkomu AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú ert nú stundum fyndinn Axel.

Gunnar Heiðarsson, 30.11.2010 kl. 23:27

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svona athugasemdir, Gunnar, kitla hégómagirndina verulega, mikið getur það verið gott á stundum. Takk fyrir það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.11.2010 kl. 23:41

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Til Hamingju með fullveldisdaginn !!

það er bara gott og göfugt að standa með "sínum" flokki" Axel og taka þetta sem "hrepparíg" og flokkspólítiskt mál, sem þetta samt ekki er. (OK allavega ekki að mínu og sumra annarra mati.)

" Þingmenn og formenn Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar, og tveir þingmenn Vinstri grænna, hafa lagt fyrir Alþingi þingsályktunartillögu um að fela efnahags- og viðskiptaráðherra að láta vinna efnahagsáætlun sem tryggir velferð og stöðugleika án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins." eins og fram kemur þarna er ekki aðeins um "fjósakallana" að ræða og ekki heldur stjór annarsvegar og stjórnarandstöðu hins vegar (2 VG). svona eru þessi mál að þróast nefnilega, ekki bara á Íslandi heldur um allann hinn vestræna heim, fleiri og fleiri sjá og benda á þetta ólýðræðislega óréttlæti, að óprúttnir braskarar og fjárglæframenn stja heila þjóðir á hausinn með ábyrgðarlausu fjárhættuspili með fé almennings, tapa því og senda svo reikninginn til hins sama almennings, með aðstoð stjórnvalda og AGS.

Svo þó framsókn (tek fram að venjulega hrífst ég lítt af vindhanapólítík þeirra) hafi fattað hvað er að gerast, kannski lesið síðustu útspil forsetans, og fái núna með sér "Hreyfinguna" og 2 frá VG, þá á þetta eftir að breiða meira um sig bæði hjá nefndum flokkum og eins hjá bæði "samfó og íhaldinu og það þó fyrr hefði verið, þetta er hrein frelsisbarátta Axel ! miklu mikilvægari en hvort eigi að ganga í ESB eða ekki.

Lyftu augnabrúnunum aðeins, sjáðu hvað er að gerast á Írlandi núna, hvet þig einnig  til að hugsa aðeins um þetta:

1: Hversvegna lenda þjóðir í efnahagsörðugleikum ?

2: Hvernig stendur á því að þegar "hjálpin" berst, þá harðnar enn meir á dalnum hjá almenningi í hærri sköttum og niðurskurði í heilbrigðis og félagsmálum ?

Kíktu á þetta Axel, með allri þeirri dómgreind og víðsýni sem þú getur, við þurfum á öllum góðum kröftum að halda bæði hérlendis og erlendis, standið bak við forsetann, hann "smíðar" þetta ekki úr eiginn smiðju:  "Og þegar ég les sum ummælin í dag og í gær um erfiðleikana í mörgum evrópskum ríkjum virðist mér sem margir gleymi að þetta er í eðli sínu lýðræðislegt vandamál. Það er spurning hvort vilji sé til að leyfa fólkinu innan ríkjanna að raunverulega ákvarða framtíðina. Eða á að stjórna lausnunum með kænsku (e. maneuver the solutions) með samstöðu elítunnar í fjármálum og stjórnmálum á efsta þrepi, bæði innan Evrópu og annarra ríkja? [...] [V]egna þess að framlag Evrópu varðar meira lýðræði og mannréttindi en fjármálamarkaði.“ tekið úr þessari frétt, þetta byggir hann á því sem er að hrærast og gerast meðal fólks um allann hinn vestræna heim.

MBKV að utan en með hugann heima (ekki síst í dag)

KH

PS tek undir með Gunnari, þú ert skemmtilegur og fyndinn "penni" án þess að það gangi útyfir hvað þú vilt segja.

KH

 

Kristján Hilmarsson, 1.12.2010 kl. 15:37

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Bara eitt enn sem hefði kannski átt að vera með.

Hvað meinar þú með "rjómanum" sem var fleytt, og hver "fleytti" og fékk "rjómann" ?

Að mínu mati var ekkert í ámu almennings, hvorki rjómi né undanrenna, áman þessi stóð einhvers annarstaðar er ég hræddur um.

Kv KH

Kristján Hilmarsson, 1.12.2010 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband