Blađsíđur áttatíu og tvö og ţrjú.
10.1.2011 | 13:41
Einhverjir lyfta sjálfsagt augabrúnum yfir ţessari ţröngsýni og forneskju múslima varđandi kynfrćđslu. En menn ćttu ađ líta sér ögn nćr, ţađ er ekki ýkja langt síđan allt tal um kynlíf og kynferđismál voru algert tabú hér á landi. Mín kynslóđ fékk t.a.m. litla eđa enga frćđslu um ţessi mál og t.d. fékk hún ekki pláss í menntakerfi ríkisins.
Ţó var í ţeirri heilsufrćđi sem ţá var kennd heil opna tekin undir ćxlunarfćri mannsins. Viđ nemendurnir höfđu auđvitađ lesiđ fátćklega umfjöllunina, ţar sem nefnd voru til sögunar kynfćri kvenna sem leg, leggöng og eggjastokkar. Pungurinn var svo nefndur til sögunar sem kynfćri karla, ţar yrđi sćđiđ til. Ekkert minnst á ađra hluta kynfćra karla tilgang ţeirra eđa hvađ ţyrfti ađ gerast til ađ getnađur ćtti sér stađ, sem sagt, ekki minnst einu orđi á kynlíf.
Viđ krakkarnir biđum spennt eftir ađ ţessi dćmalausa klámopna yrđi tekin fyrir. En ţegar til kom ţá tilkynnti Jón skólastjóri, sem kenndi heilsufrćđina, rjóđur í vöngum ađ hlaupiđ yrđi yfir ţessa síđur og setti okkur fyrir nćstu blađsíđur ţar á eftir.
Einhver í bekknum spurđi ţá hvort tippiđ teldist til útlima. Skipti ţá engum togum ađ rjóđur skólastjórinn varđ eins og fagurrautt jólaepli í framan og ţurfti ađ rćskja sig duglega áđur en hann gat rámur stuniđ ţví upp ađ svo vćri víst ekki.
Ţar međ var kynfrćđslunni, ţann veturinn í Höfđaskóla á Skagaströnd, lokiđ áđur en hún hófst.
Kynfrćđslubók í Pakistan veldur deilum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 13:42 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.