Blaðsíður áttatíu og tvö og þrjú.

Einhverjir lyfta sjálfsagt augabrúnum yfir þessari þröngsýni og forneskju múslima varðandi kynfræðslu. En menn ættu að líta sér ögn nær, það er ekki ýkja langt síðan  allt tal um kynlíf og kynferðismál voru algert tabú hér á landi. Mín kynslóð fékk t.a.m. litla eða enga fræðslu um þessi mál og t.d. fékk hún ekki pláss í menntakerfi ríkisins.

Þó var í þeirri heilsufræði sem þá var kennd heil opna tekin undir æxlunarfæri mannsins. Við nemendurnir höfðu auðvitað lesið fátæklega umfjöllunina, þar sem nefnd voru til sögunar kynfæri kvenna sem leg, leggöng og eggjastokkar. Pungurinn var svo nefndur til sögunar sem kynfæri karla, þar yrði sæðið til. Ekkert minnst á aðra hluta kynfæra karla tilgang þeirra eða hvað þyrfti að gerast til að getnaður ætti sér stað, sem sagt, ekki minnst einu orði á kynlíf.

Við krakkarnir biðum spennt eftir að þessi dæmalausa klámopna yrði tekin fyrir. En þegar til kom þá tilkynnti Jón skólastjóri, sem kenndi heilsufræðina, rjóður í vöngum að hlaupið yrði yfir þessa síður og setti okkur fyrir næstu blaðsíður þar á eftir.

Einhver í bekknum spurði þá hvort tippið teldist til útlima. Skipti þá engum togum að rjóður skólastjórinn varð eins og fagurrautt jólaepli í framan og þurfti að ræskja sig duglega áður en hann gat rámur stunið því upp að svo væri víst ekki.

Þar með var kynfræðslunni, þann veturinn í Höfðaskóla á Skagaströnd,  lokið áður en hún hófst. 


mbl.is Kynfræðslubók í Pakistan veldur deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.