Er lögregla landsins til óþurftar að mati þingmannsins?

Skil ég þetta rétt, vill þingmaðurinn ýtarlega rannsókn á því hvort lögreglan hafi fengið upplýsingar frá „flugumanninum“ , sem hún gat síðan nýtt sér gegn ólöglegum aðgerðum aðgerðarsinnana?

Telur Birgitta Jónsdóttir að lögreglan eigi ekki að sinna sínum skyldum, skarist þær við hennar áhugamál?

Væri ekki hreinlegra hjá henni, í stað þess að reyta sig og belgja út í fjölmiðlum, að leggja fram frumvarp í þinginu sem bannar þegnum landsins að „kjafta“ í lögguna og jafnframt verði lögreglunni stranglega bannað að nýta sér slíkar upplýsingar, til að koma upp um glæpi, reki þær á hennar fjörur.

Í hvaða liði spilar þessi kona?

  


mbl.is Vill rannsaka hvort flugumaður hafi aðstoðað lögreglu hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Sumar lekabyttur í lagi, en aðrar ekki ??

Björn Jónsson, 23.1.2011 kl. 14:44

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Lítur út fyrir það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.1.2011 kl. 14:47

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ertu orðinn snargalinn Axel? "Skyldur lögreglunnar" eru meðal annars þær að koma í veg fyrir aðför að hagsmunum íslenska ríkisins sem athafnir á borð við njósnir erlenda ríkja fela í sér! En hér snýrð þú þessu grundvallaratriði í fullveldisrétti þjóðríkja algjörlega á haus þegar þú gefur í skyn að lögreglan hefði frekar átt að taka þátt í afbrotinu.

Það er eins og fólk fatti ekki hversu alvarlegt það er að erlent ríki skuli hafa sent hingað njósnara til að hafa eftirlit, meðal annars með íslenskum ríkisborgurum. Á Íslandi er það EINGÖNGU lögreglan sem hefur lagaheimild til slíkrar starfsemi og þá eingöngu með opinberum dómsúrskurði þar að lútandi. Án slíkrar heimildar eru njósnir um einkahagi fólks sem statt er Íslandi kolólöglegar, auk þess sem slíkt felur í sér gróft brot á fullveldi íslenska ríkisins. Hafi lögreglan vitað af njósnara erlends ríkis á íslensku yfirráðasvæði er mesti skandallinn að hann skuli ekki hafa verið handtekinn og vísað úr landinu umsvifalaust!

Miðað við þessa, sem og aðra framkomu breskra yfirvalda gagnvart hagsmunum íslenska ríkisins undanfarin misseri, hlýtur að vekja furðu að ekki sé löngu búið að gera breska sendiherrann og allt hans fylgdarlið brottrækt. Það sem ríður mest á er hinsvegar að rannsakað verði hvort umræddur njósnari hafi á einhverjum tímapunkti borið vopn hér á landi, því ef svo er felur það í sér stríðsverknaði ("act of war") sem samkvæmt 5. grein stofnsáttmála NATO kalar á viðbrögð ekki eingöngu frá Íslandi heldur bandalagsþjóðunum öllum. Með öðrum orðum þá væri komin upp sú einkennilega staða að Bretland væri komið í stríð við ekki bara sjálft sig heldur allar svokallaðar "vinaþjóðir" sínar. Bresk stjórnvöld hafa reyndar lengi verið í óopinberri styrjöld gagnvart þjóð sinni og reyndar flestum öðrum, en með þessu fengist það hinsvegar formlega staðfest.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2011 kl. 17:28

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Róaðu þig niður Guðmundur. Þessar svokölluðu vinaþjóðir okkar beggjavegna hafs stunda hér upplýsinga öflunar hægri vinstri, ef þær telja að komi þeim að gagni. Varla er einhver svo einfaldur að halda að svo sé ekki?

Ég er ekki hrifin af slíkum vinnubrögðum frekar en þú Guðmundur. En ef sú upplýsingaöflun leiðir aftur til þess að lögreglan hér fær upplýsingar um að innbrot sé fyrirhugað hjá Guðmundi Ásgeirssyni næstu nótt, á þá löggan að hundsa upplýsingarnar af því að með upplýsingunum fylgir ekki "heilbrigðisvottorð" að þær séu "heiðarlega fengnar" og láta innbrotið því hafa sinn gang?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.1.2011 kl. 17:58

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað myndi Guðmundur Ásgeirsson segja, kæmist hann svo að því að lögreglan hafi vitað fyrirfram af innbrotinu en ekki hafst að? Guðmundur yrði örugglega ekki vera sáttur, hver sem rök lögreglunnar væru.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.1.2011 kl. 18:05

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svo ættir þú Guðmundur, að spyrja Birgittu af hverju hún óski ekki eftir rannsókn á málinu því að hún telji að vegið hafi verið að sjálfstæði Íslands með þessum njósnum, heldur vegna þess að hún telji njósnirnar hafa skaðað þessi míní hryðjuverkasamtök sem hún metur meir en heildarhagsmuni Íslensku þjóðarinnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.1.2011 kl. 18:14

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að sjálfsögðu er ég ekki svo einfaldur að halda að þetta sé einsdæmi. Og að sjálfsögðu myndi ég vilja að lögreglu yrði gert viðvart ef einhver hefði vitneskju um fyrirhuguð brot gegn mínum persónulegu hagsmunum, en þá þætti mér líka eðlilegt að það yrði á höndum íslensku lögreglunnar að rannsaka málið sem handhafi þess umboðs í skjóli fullveldisréttar íslenska ríkisins, og að það yrði gert eftir löglegum leiðum en ekki ólöglegum.

Í mínum huga snýst þetta mál nefninlega ekki um Saving Iceland eða þau mótmæli sem voru viðhöfð vegna Kárahnúkavirkjunar, heldur er þetta spurning um grunngildi. Íslensk stjórnvöld eiga ekki að láta það óátalið ef erlend stjórnvöld verða uppvís að því að brjóta á fullveldi landsins. Það er ekki hægt að setja glæpi í sama flokk og eðlilega löggæslu, og að erlend stjórnvöld fremji glæpinn getur aldrei dugað sem réttlæting.

Varðandi vangaveltur þínar um hugsanlegar hvatir að baki afstöðu Birgittu til málsins, þá hef ég ekki heyrt hana tala á þeim nótum að það sé aðalatriði hvort umræddar njósnir beindust gegn Saving Iceland eða einhverjum öðrum. Hún hefur þvert á móti lýst svipaðri afstöðu og ég geri hér, að það sé alvarlegt að erlent ríki skuli hafa gert út njósnara á íslensku yfiráðasvæði, til þess að njósna meðal annars um íslenska ríkisborgara.

Svo skil ég ekki alveg hvers vegna þú ert að kalla samtök sem eru hliðholl íslenskri náttúru "míní hryðjuverkasamtök". Eins og bresk stjórnvöld sem gerðu út þennan njósnara og bera ábyrgð á sórfelldum stríðsglæpum og beinlínis morðum á óbreyttum borgurum, séu einhvernveginn ekki stórfelld hryðjuverkasamtök. Ég er nokkuð viss um að Birgitta er sama sinnis, en til að taka af allan vafa, þá skal ég taka þig á orðinu og spyrja þingkonuna út í þetta næst þegar mér gefst færi á því.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2011 kl. 18:47

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Á hvaða forsendum fór Birgitta fram á rannsóknina?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.1.2011 kl. 18:49

9 Smámynd: Björn Jónsson

Nú fer hundasúrurómantíkin að fara útí algjört froðusnakk.Væri ekki best að senda þetta lið út í Surtsey...alsbert og án nokkurs. Þá gæti það lifað af tærri náttúru.

Björn Jónsson, 23.1.2011 kl. 20:07

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það gengur ekki Björn, Surtsey er alfriðuð, þangað mega engir landnemar koma sem ekki berast með vængjum eða vindum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.1.2011 kl. 20:23

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Axel, til að svara spurningu þinni í athugasemd #8 ákvað ég að horfa á upptökuna af þættinum til að geta örugglega farið með rétt mál. Þegar rúmar 36 mínútur eru liðnar af þættinum, í niðurlagi pallborðsins spyr Egill Birgittu, hvort hún hafi hitt Mark Kennedy eða Mark Stone eins og hann kallaði sig.

Í svari Birgittu lýsir hún áhyggjum sínum af því að flugumaður hafi verið látinn ganga undir fölsku flaggi í grasrótarsamtök sem hann nýtti sér til að komast í tengsl við önnur slík samtök víðsvegar um Evrópu til að reyna að hafa áhrif á starfsemi þeirra. Birgitta kallar eftir rannsókn á þessu því það sé alvarlegt mál að útsendarar stjórnvalda reyni að hafa slík óeðlileg afskipti af starfsemi frjálsra félagasamtaka. Gildi einu hvort slíkur útsendari sé á vegum íslenskra eða annara stjórnvalda, en rökstuddur grunur er um að Mark hafi einmitt átt í einhverskonar samstarfi við íslensku lögregluna.

Forsendur Birgittu eru sem sagt pólitískar og í nafni frelsis.

Egill velti því upp á að þó sum umhverfisverndarsamtök væru vissulega umdeild þá ætti öllum að vera augljóst að þarna var ekki um að ræða hryðjuverkamenn.

Magnús Sveinn Helgason sagnfræðingur benti á að í Bretlandi væru engin þekkt dæmi um að náttúruverndarsamtök hafi reynt að valda stórfelldum eignaspjöllum hvað þá líkamstjóni. Engu að síður væri t.d. í Bretlandi varið meira en sem svarar milljarði króna á ári hverju í svona njósnaleiki gegn grasrótinni.

Athugasemd: Þetta er vel þekkt aðferð sem þróuð yfirvöld beita gjarnan til að spilla fyrir slíkum "mótbárum" á ýmsa vegu, en er í raun bara stálhnefi valdstjórnarinnar íklæddur flauelshanska.

Lokaorðin: Nú er þó að minnsta kosti búið að finna einn sem með réttu má kalla atvinnumótmælanda. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2011 kl. 22:04

12 identicon

Hvað ertu að pæla Axel?

Hvernig dettur þér í hug að líkja Saving Iceland við hryðjuverkasamtök? Þessi Breti var að njósna hér á grundvelli hryðjuverkalaga sem almenningur í Bretlandi samþykkti eftir árásirniar 2001 og svo 2005 í Bretlandi....vegna þess að fólki var talið trú um að verið væri að berjast við alþjóðleg hryðjuverkasamtökin aq...til að forðast hryðjuverkaárásir frá mönnum eins og Osama - ekki friðsamlegum mótmælendum, hvað þá náttúruverndarsinnum á Íslandi!

Þvílíkur heilaþvottur sem þetta "stríð gegn hryðjuverkum" er...

Axel, ekki trúa öllu sem er í sjónvarpinu, sérstaklega ekki öllum glamour þáttunum frá BNa og Bretlandi um löggur/útsendara að berjast gegn hryðjuverkum.......

magus (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 00:35

13 identicon

Til að hafa eitt á hreinu Axel

 Þú kallar Saving Iceland hættuleg samtök, sérð ekkert athugavert við að lögreglan hér hafi jafnvel verið í samstarfi við njósnarann, en þú gleymir því að njósnarinn frá Bretlandi kenndi Saving Iceland vinnubrögðin...

ef lögreglan var í einhverju samstarfi við manninn þá var lögreglan á Íslandi með puttana í verkefni sem stefndi að því að gera SI herskáari samtök, hugsanlega til að réttlæta meira eftirlit á vegum íslensku lögreglunnar...og til að hjálpa til við að réttlæta forvirkar rannsóknarheimildir á Íslandi seinna meir.

Ef þú ætlar að halda áfram að líkja Saving Iceland við hryðjuverkasamtök, þá versnar málið því þá var lögreglan hér í samstarfi við aðal sprautuna í íslensku hryðjuverkasamtökunum, manninn sem sá um skipulagninguna, "Osama Íslands"....eða flugumaðurinn.

Það gengur ekki alveg að lögreglan sé með puttana í því að skipuleggja hryðjuverk á Íslandi í samstarfi við erlendar leyniþjónustur er það Axel?

-Og heimta svo forvirkar rannsóknarheimildir því það sé svo mikil hætta á hryðjuverkamönnum!

magus (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 00:55

14 identicon

Fyrir einhverjum mánuðum síðan ræddi ég við þig Axel og dóttur þína held ég, um málið gegn níu-menningunum, þar sem ég hélt því fram að málið gegn þeim væri bull, og ýjaði að því að myndbandsupptökurnar af löggunni myndu týnast. Mannstu eftir því?

Það gekk eftir er það ekki? ERtu búinn að skipta um skoðun varðandi málið?

Hvað finnst þér um þá staðreynd að lögreglan leitaði aldrei eftir myndbandinu, bað aldrei um það í "rannsókninni"? Með þetta í huga ásamt "flugumálinu"....

Er lögreglan á íslandi að glíma við vandamál er varða spillingu að mati Axels?

magus (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 01:11

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við skulum bara skoða hvernig athafnasemi þessara kynferðisbrotamanna kemur heim og saman við íslensk lög:

Almenn hegningarlög 93. gr. Stuðli maður að því, að njósnir fyrir erlent ríki eða erlenda stjórnmálaflokka beinist að einhverju innan íslenska ríkisins eða geti beint eða óbeint farið þar fram, þá varðar það fangelsi allt að 5 árum.

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands: 71. gr. Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.

Almenn hegningarlög: 199. gr. Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann sem heldur ranglega að mökin eigi sér stað í hjónabandi eða óvígðri sambúð eða hann er í þeirri villu að hann eigi mök við einhvern annan skal sæta fangelsi allt að 6 árum. ... ... ...

  • Landráð
  • Stjórnarskrárbrot
  • Mannréttindabrot
  • Kynferðisbrot

Og svo eru menn hissa á því að kallað sé eftir rannsókn á málinu?

Axel, hvernig dettur þér í hug að tala um "skyldur" lögreglunnar í þessu samhengi. Ég vil benda þér á að umrædd lögbrot voru framin af breskum lögreglumönnum, skylda lögreglunnar hlýtur að vera að halda uppi lögum en ekki að brjóta þau. Enn fremur eru upplýsingar sem aflað er með ólögmætum hætti gagnslausar fyrir dómstólum. Það má því segja að ekki hafi bara verið brotið gegn persónulegum hagsmunum hlutaðeigandi einstaklinga, heldur torveldaði þetta beinlínis íslenskum löggæsluyfirvöldum að rækja skyldur sínar samkvæmt gildandi lögum og reglum. Sem minnir mig á þetta:

XII. kafli. Brot gegn valdstjórninni.
106. gr. Hver, sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfa eða neyða starfsmanninn til þess að framkvæma einhverja athöfn í embætti sínu eða sýslan, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Beita má sektum, ef brot er smáfellt.  Geri maður á annan hátt opinberum starfsmanni tálmanir í því að gegna skyldustörfum sínum, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

Færa má rök fyrir því að afskipti Bretanna feli einmitt í sér slíka tálmun, því með því að spilla sönnunargögnum var um leið verið að eyðileggja hugsanlegan málatilbúnað á hendur þeim sem njósnað var um, skyldi í ljós koma að þeir hefðu raunverulega eitthvað óhreint í pokahorninu.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2011 kl. 20:58

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta Guðmundur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.1.2011 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband