Jón Steinar játar!

Allir vita að óviðunandi vinnuálag getur valdið dýrkeyptum mistökum, hver sem vinnustaðurinn er.

Jón Steinar Gunnlaugsson Hæstaréttardómari segir vinnuálagið í Hæstarétti algerlega óviðunandi. Jón Steinar segir lögmannsreynslu sína segja að nauðsynlegt sé að nægur tími gefist til að melta málin en í Hæstarétti sé því ekki að heilsa, málin séu keyrð í gegn svo hægt sé að fara í næsta mál. Hann segir vinnuálagið hafa nær tvöfaldast frá því hann byrjaði í dómnum!

Það er alveg ljóst að þetta er ástand sem ég tel að sé alveg óviðunandi og fólkið í landinu ætti að átta sig á að gengur ekki. Þetta er allt of mikið álag,“ sagði hann. Jóns Steinar sagði að það sæju það allir, að þegar Hæstiréttur þurfi að dæma í svona mörgum málum þá aukist hættan á því að mönnum verði eitthvað á í dómarastarfinu.

Er í alvöru, eftir þessa umsögn Jóns Steinars Gunnlaugssonar Hæstaréttardómara, að fullu mark takandi á því sem frá Hæstarétti kemur hvort heldur það heitir dómur eða álit?  


mbl.is Fjölgun dómara eykur ringulreiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ekki sit ég uppi með meira traust á hæstarétti eftir þetta viðtal Axel...

hilmar jónsson, 2.2.2011 kl. 00:29

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég tel fullvíst að einhver eftirmáli verði af þessu viðtali, það er eitthvað svo rangt við það, eins og sagt var í áramóraskaupinu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.2.2011 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband